Beint í efni

Fyrsti fundur stjórnar LK á nýju starfsári

07.04.2014

Fyrsti fundur stjórnar Landssambands kúabænda á starfsárinu 2014-2015 verður haldinn í dag. Á dagskrá fundarins eru eftirfarandi atriði: Verkaskipting stjórnar og tilnefningar í nefndir og ráð, framkvæmd aðalfundar 2014, tíma- og staðsetning aðalfundar LK 2015, staða mála varðandi nýtt kjötmat og úrvinnsla ályktana aðalfundar 2014, auk annarra mála./BHB