Beint í efni

Fyrsta SAC brautarkerfið tekið í notkun

04.02.2011

Í vikunni var tekið í notkun fyrsta brautarkerfið frá danska mjaltatækjaframleiðandanum SAC hér á landi, en kerfið var sett upp að bænum Hjarðarfelli í Eyja- og Miklaholtshreppi. Kerfið samanstendur af átta SAC IDC-T mjaltatækjum með aftökurum og mjólkurmælum, brautarkerfi, þvottavél, sogdælu og mjólkurdælu. Áður var í fjósinu gamalt rörmjaltakerfi frá öðrum framleiðanda og var hluti þess mjaltakerfis nýttur áfram eins og kostur var.

 

Með nýja brautarkerfinu aukast afköst

við mjaltir að Hjarðarfelli umtalsvert miðað við eldra kerfi, auk þess sem vinna við mjaltir léttist mikið þar sem burður mjaltatækja og þvottafata heyrir sögunni til.

 

Á meðfylgjandi mynd má sjá sömu gerð mjaltatækja og brautarkerfis og sett var upp í Hjarðarfelli.

 

IDC-T mjaltatæki frá SAC