Beint í efni

Fyrsta nýja SAC rörmjaltakerfið í uppsetningu

31.03.2005

Nú er verið að vinna að uppsetningu á fyrsta SAC rörmjaltakerfinu fyrir hefðbundin básafjós, en það er fyrirtækið REMFLÓ hf., sem sér um verkið. Að sögn Sigurðar Grétarsson hjá REMFLÓ hf. er þetta í fyrsta skipti sem fyrirtækið flytur inn og setur upp nýtt rörmjaltakerfi frá grunni fyrir hefðbundin básafjós. Remfló hafi oft unnið að viðhaldi og endurbótum á rörmjaltakerfum en þetta væri í fyrsta skipti sem nýtt kerfi væri sett upp.

Hið nýja rörmjaltakerfi verður sett upp í 48 bása fjósi á Suðurlandi og vegna sérstakra aðstæðna til fóðrunar var ekki mögulegt að koma fyrir brautarkerfi fyrir mjaltatækin. Hinsvegar tengist kerfinu sérstakur tækjavagn, sem minnkar verulega vinnuálag við mjaltir. Áætlað er að taka nýja kerfið í notkun á morgun.