Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Fyrrum hermenn í búskap!

15.10.2015

Bandaríska ríkisstjórnin hefur nú hleypt af stokkunum gríðarlega miklu átaki sem ætlað er að fá fyrrverandi hermenn landsins til þess að fara út í landbúnað! Átak þetta nær til 200 þúsund fyrrum hermanna og felst í kennslu um landbúnað og starfsþjálfum í landbúnaðarstörfum.

 

Í tilkynningu ríkisstjórnarinnar segir m.a. að margir hermenn komi frá landbúnaðarhéruðum landsins og því þyki eðlilegt að veita þeim aðstoð þegar herþjónustunni líkur og gera þessum hermönnum mögulegt að snúa aftur til síns heima með góða menntun í landbúnaðarfræðum. Ennfremur segir að margir hermenn hafi hlotið mikla og góða leiðtogaþjálfum sem vafalítið geti skilað sér vel, ef þeir taka að sér störf í bandarískum landbúnaði.

 

Frá árinu 2009 hefur bandaríska ríkisstjórnin boðið fyrrum hermönnum sérstök lán til þess að auðvelda kaup á bújörðum, tækjakaup eða vegna viðhaldsverkefna á bújörðum og hafa nú þegar verið veitt 6.482 slík lán til hermanna, en meðalupphæð hvers láns er 8,7 milljónir króna. Í dag er talið að um 5 milljónir fyrrum hermanna búi í dreifbýli í Bandaríkjunum en það eru mun fleiri en t.d. fyrrum hermenn sem búa borgum og bæjum/SS.