
Fyrirmyndarbúið: úttekt skilyrði álagsgreiðslu
22.10.2016
Eins og áður hefur komið fram, á þessum vettvangi og á vegum Auðhumlu, þá verða teknar upp álagsgreiðslur til þeirra sem hafa staðist úttekt um fyrirmyndarbúið þann fyrsta janúar næstkomandi. Sækja þarf sérstaklega um slíka úttekt og þeim sem það ætla að gera er bent á að hafa samband við Jarle Reiersen í mjólkureftirlitinu.
Ef þú vilt kynna þér nánar um hvað verkefnið snýst og hvernig úttektareyðublöðin eru, getur þú lesið nánar um það með því að smella hér/SS.