“Fyrirmyndarbú”; óskað eftir ábendingum
30.05.2016
Í nýjasta tölublaði Mjólkurpóstsins er óskað eftir ábendingum kúabænda í tengslum við hið nýja gæðakerfi ”Fyrirmyndarbú” en ætlunin er að hrinda verkefninu í framkvæmd frá 1. janúar næstkomandi. Líkt og kynnt hefur verið verður m.a. skilyrði fyrir greiðslu á gæðaálagi fyrir mjólk að framleiðandi hafi staðist úttekt. Drög að vinnuleiðbeiningum fyrir slíka úttekt, sem og úttektarblað er hægt að sjá hér á síðunni okkar með því að smella á flipann „Fyrirmyndarbú“ hér vinstra megin.
Þess ber að geta að um drög er að ræða og biður starfshópurinn sem vinnur að þessu verkefni um þarfar ábendingar og tillögur um mögulegar úrbætur. Allir sem sem hafa tillögur um það sem betur má fara eru beðnir að koma þeim ábendingum til Jarle Reiersen hjá MS, annað hvort í síma 854 6006 eða með tölvupósti til: jarle@ms.is /SS.