Beint í efni

Fyrirlestur um garnaveiki í nautgripum

08.01.2013

Fimmtudaginn 10. janúar nk. mun Dr. Rebecca Mans Mitchell kynna rannsóknir sínar á garnaveiki í nautgripum í sal Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti. Heiti fyrirlestursins er Quantitative Epidemiology to improve cattle health en í honum mun Rebecca fyrst og fremst fjalla um garnaveiki í nautgripum.

 

Dr. Rebecca er sérfræðingur í faraldursfræði og hefur lagt áherslu á Mycobacterium avium ssp. paratuberculosis, bakteríuna sem veldur garnaveiki.

 

Fyrirlesturinn, sem fram fer á ensku, verður haldinn í fyrirlestrarsal á 3. hæð í húsnæði LbhÍ á Keldnaholti. Fyrirlesturinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir/SS-fréttatilkynning.