
Fyrirhuguðum bændafundi BÍ á Patreksfirði frestað
18.10.2021
Fyrirhuguðum bændafundi Bændasamtaka Íslands sem átti að halda á Patreksfirði í kvöld hefur verið frestað um óákveðin tíma vegna veðurs.
Til stóð að halda tvo fundi í dag í fundaröð samtakanna á landsbyggðinni, sá fyrri er í Búðardal nú klukkan 10 og áformað var að funda í félagsheimilinu á Patreksfirði í kvöld klukkan 20:30, en honum hefur verið frestað.
Á morgun verður fundað á Hótel Laugarbakka klukkan 13, Löngumýri í Skagafirði klukkan 16:30 og Þelamerkurskóla í Eyjafirði klukkan 20:30.