Beint í efni

Fyrirframgreiðsla búnaðargjalds fyrir 2017

29.06.2016

Á búnaðarþingi 2014 boðaði þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að innheimta búnaðargjalds yrði aflögð, m.a. vegna þess að innheimta þess samræmdist ekki félagafrelsisákvæðum íslensku stjórnarskrárinnar. Frá þessum tíma hafa samtök bænda unnið að breytingum á fjármögnun félagskerfisins, þar sem félagsgjöld munu koma í stað búnaðargjaldsins. Í janúar sl. dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur innheimtu gjaldsins ólöglega. Því máli var áfrýjað og er niðurstöðu Hæstaréttar að vænta á næstu mánuðum.

 

Þessa dagana eru álagningarseðlar að birtast landsmönnum. Á álagningarseðlum bænda sem stunda búnaðargjaldsskylda starfsemi, er m.a. gert ráð fyrir fyrirframgreiðslu búnaðargjaldsins fyrir árið 2017, þar sem lög nr. 84/1997 hafa ekki verið felld úr gildi. Að því hefur hins vegar verið stefnt um hríð og hefur verið gengið út frá að af því verði um næstu áramót. LK þykir rétt að vekja athygli bænda á þessu og telur rétt að gera fyrirvara um innheimtu gjaldsins fyrir árið 2017, í ljósi boðaðra lagabreytinga./BHB