Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Fylgjast með kúnum með gervihnöttum

25.09.2018

Í Danmörku fá bændur greidda sérstaka styrki ef þeir beita nautgripum sínum á sérstök landsvæði þar sem halda þarf gróðri í skefjum. Þessi svæði eru æði mörg og svo tryggt sé að rétt sé nú staðið að málum og bændurnir beiti það sem þeim er ætlað að beita þá hefur hingað til verið starfrækt afar umfangsmikið eftirlitskerfi hins opinbera, sem gegndi því hlutverki að tryggja að rétt væri staðið að málum.

Nú stefnir í að þetta eftirlit verði óþarft en með tilkomu sérstakra merkja, sem sett eru í eyru nautgripanna,  verður hægt að láta tölvukerfi um að fylgjast með gripunum og staðsetja þá hverju sinni með notkun GPS kerfis. Þetta kerfi er reyndar enn í þróun en Danir eru bjartsýnir á þetta kerfi og að það muni geta einfaldað eftirlit með búfénaði til muna þegar fram líða stundir. Ef kerfið er jafnt gott og menn halda, þá gæti það leitt til verulegrar hagræðingar í eftirlitsgeiranum og til mikils sparnaðar/SS.