Fundur um tollasamning á Hótel Borgarnesi
28.09.2015
Bændur á Vesturlandi boða til fundar um nýgerðan samning við ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur á Hótel Borgarnesi þriðjudagskvöldið 29. september kl. 20:00. Á fundinn mæta Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra landbúnaðarmála og Erna Bjarnadóttir landbúnaðarhagfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands.
Bændur eru hvattir til að mæta og nýta sér tækifærið til að koma á fund með landbúnaðarráðherra og eiga samtal við hann um framtíð íslensks landbúnaðar. Það að sýna tómlæti í þessu máli er ávísun á að aðrir en við bændur taki ákvörðun um framtíð landbúnaðar á Íslandi.