Beint í efni

Fundur um félagsmál hrossabænda Í Rangárhöllinni

25.10.2021

Fundur verður í  Rangárhöllinni í kvöld kl 20:00  (25.okt) . Á fundinum, sem er öllum opinn og haldinn af Hrossaræktarsamtökum Suðurlands verður farið yfir þær breytingar sem orðnar eru  á félagskerfi Bændasamtaka Íslands og hvaða áhrif þær hafa á Félag hrossabænda. Mikilvægt er að félagsmenn og aðrir hesteigendur kynni sér þær breytingar sem framundan eru. Frummælendur á fundinum eru Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda og Unnsteinn Snorri Snorrason, starfsmaður Bændasamtaka Íslands. Streymt verður frá fundinum hér á  Facebook síðu FHB