Beint í efni

Fagráð í Nautgriparækt2001-03-21T23:05:00

21.03.2001

 

  Fagráð í nautgriparækt kom saman til fundar í Bændahöllinni miðvikudaginn 21. mars 2001 kl 11.  Allir fulltrúar í fagráði voru mætti og einnig allir stuðningsfulltrúar nema Halldór Runólfsson, sem staddur var erlendis.

 

  1. Formaður setti fund

   2. Fundargerð síðasta fundar afgreidd athugsemdalaust.

  3. Umsagnir um styrkumsóknir af þróunarfé Framleiðnisjóðs.

  a. Umsókn H.H. hugbúnaðar ehf. um fóðuráætlunarforritið Fóður fyrir

ráðunauta. Erindið var til umfjöllunar á fundi fagráðsins 12. desember

2000. Þórólfur hafði rætt við Hjört um nauðsyn þess að tryggja

gagnasamskipti við grunngögn skýrsluhalds nautgriparæktar og lágu svör Hjartar fyrir. Allmiklar umræður voru um nauðsyn stefnumörkunar um þróun í fóðuráætlunargerð fyrir kúabændur. Gunnar Guðmundsson kynnti þá vinnu sem unnin hefur verið í sambandi við danska forritið Bedriftslösning. Áhersla var lögð á mikilvægi þess að tryggja faglega þróun á þessum sviðum og tengsl við önnur lönd mikilvæg í því sambandi. Jafnframt var ítrekuð sú afstaða að ÍSKÝR væri það forrit sem unnið yrði útfrá.  Ábendingar komu frá Braga um að nauðsynlegt væri að gera nokkrar einfaldar fóðurfræðilegar og reiknitæknilegar lagfæringar á

forritinu Fóður.

  Fagráðið samþykkti að umbeðinn styrkur til verksins að upphæð 792 þúsund

verði veittur með þeim skilyrðum að tryggð væru gagnasamskipti við

grunngögn nautgripaskýrsluhaldsins og einnig væri leitað samráðs við

fóðurfræðinga til að leiðrétta nokkra ágalla í núverandi forriti.

  b. Umsókn frá ráðgjafasviði Bændasamtaka Íslands. Forsvarsaðili Gunnar

Guðmundsson. Tilill; Ástæður og umfang kálfadauða hjá íslenskum mjólkurkúm.

   Jón Viðar gerði grein fyrir verkefninu sem Baldur H. Benjamínsson vann.

Niðurstöður liggja þegar fyrir í meginatriðum og staðfesta áviðunandi

ástand í þessum efnum hér á landi. Miklar umræður urðu um viðbrögð og

frekari verkefni/vinnu í þessum efnum. Aðilar innan fagráðsins munu leggja

fram hugmyndir að frekari verkefnum á næstu fundum.

  Samþykkt að styrkur að upphæð 250 þúsund sem um er sótt verði veittur.

c.  Umsókn frá tilraunastöð H.Í. í meinafræði að Keldum. Forsvarsaðili

Ástríður Pálsdóttir. Titill; Rannsókn á príon genum í íslenska

nautgripakyninu.

   Fagráðsmenn skiptust á skoðunum um hagnýta þýðingu þessa verkefnis en

ákveðið var vegna fjarveru Halldórs Runólfssonar að fresta afgreiðslu til

næsta fundar.

4. Tekið var til frekari umræðu minnisblað frá Eiríki Blöndal; „Hugmyndir

um framhaldsverkefni í kjölfar af verkefninu Mat á vinnuframlagi í

mjólkurframleiðslu“. Minnisblaðið var lagt fram á síðasta fundi fagráðsins.

   Miklar umræður urðu um málið. Aðilar sammála um að hér væri um mjög

umfangsmikið og mikilvægt málasvið að ræða og fellur tvímælalast að

áherslusviðum fagráðsins. Rætt um að fyrsta skref væri að vekja athygli á

málinu með almennum námskeiðum. Rætt í því sambandi um að blása lífi í

námskeið á grunni eldri námskeiða um rekstur á kúabúi. Mikilvægt er síðan

að leggja vel niður fyrir sér áframhaldandi vinnu við ráðgjöf til bænda í

þessum efnum. Sú framkvæmd verður m.a. mjög að taka miða að því að sá hópur

sérfræðinga sem tiltækur er til leiðbeininga í þessum efnum er mjög

takmarkaður. Þess vegna verður framhaldið að vera vel skipulagt til að

tryggja árngur þeirrar vinnu.

   Þórólfi falið að ræða málið frekar við BÚT og um það verði síðan frekar

fjallað á næsta fundi.

5. Snorri gerði grein fyrir framkvæmdum í sambandi við NRF fósturvísamálið.

Umsókn sem afgreidd var á fundi fagráðsins 12. desember verður nú send til

Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Framkvæmdastjórum LK og BÍ jafnframt falið

að leita eftir greiðslu vegna þess kostnaðar sem þegar er fallinn á

verkefnið.

6. Kynnt bréf Framleiðnisjós landbúnaðarins um skipting og ráðstöfun á

þróunarfé búgreina árið 2001.  Þar kemur fram að þess er óskað að tillögur

að ráðstöfun liggi fyrir um mitt ár. Fulltrúum í fagráðinu falið að auglýsa

málið rækilega hver innan sinnar stofnunar. Sú skoðun kom einnig fram að

fagráðið ætti að vera enn virkara í að auglýsa ákveðin forgangsverkefni í

verktöku.

  Farið yfir áhersluþætti fagráðsins og reifaðar hugmyndir um verkefni í

tengslum við þá málaflokka.

  Skyldumerkingar gripa eru að öllum líkindum á dagskrá á næstunni. Óljóst

er hvernig hugsað er að standa að fjármögnun byrjunarframkvæmda en ekki

ólíklegt að þar komi þróunarfé við sögu.

  Í sambandi við vinnuþátt í framleiðslunni er minnt á lið 4 í

fundargerðinni hér að framan og verkefni sem líklegt er að komi í tengslum

við það.

  Þá er í sambandi við umræðu fyrr á fundinum bent á nauðsyn þess að fá

fram hugmyndir að verkefnum til að skýra stöðu í sambandi við mögulegan

snefilefnaskort í fóðri nautgripa hér á landi.

  Bragi upplýsti að EB ríki hefðu á FAO fundi sem nú stæði yfir í

Kaupmannahöfn lagt fram tillögu um að tekið yrði upp bann hliðstætt og EB

ríkin hafa samþykkt tímabundið um notkun á fiskimjöli í fóðri jórturdýra.

Ljóst er að yrði slíkur veruleiki staðreynd kallar það á mjög víðtæka

úttekt á stöðu og möguleikum í sambandi við fóðrun nautgripa.

  Mörg fleiri mál voru rædd. Minnt var hins vegar á að mjög mörg af þeim

verkefnum sem styrkt hafa verið af þróunarfé eru tilfallandi verkefni, sem

mögulegt hefur verið að bregðast við fljótt. Nauðsynlegt að ekki verði

lokað á slíka möguleika.

  7. Undir liðnum önnur mál kom fram að vinnuhópur til að sinna þróun á

forritinu ÍSKÝR hefur hafið störf.

    Þá beindi Snorri því til fagráðsmenna að þeir fyrir næsta fund söfnuðu

saman kynningarefni því sem þeir hefðu undir höndum frá nálægum löndum og

það yrði skoðað á næsta fundi með hliðsjón af því hverju mætti koma á

framfæri hér á landi.

  8. Næsti fundur var ákveðinn þriðjudaginn 24. apríl kl. 11.

  Fleira ekki gert og fundi slitið kl 14.20.