Beint í efni

Fundir um þjóðlendumál og starfsemi búnaðarfélaga

09.06.2008

Búnaðarsamband Vestfjarða og Búnaðarfélögin í Ísafjarðarsýslu og V-Barðastrandarsýslu boða til funda um hlutverk og starfsemi félaganna ásamt þjóðlendumálum á Hótel Ísafirði og í Félagsheimilinu Birkimel.

Hótel Ísafirði sunnudagskvöldið 15. júní 2008 kl. 20.30.

Félagsheimilinu Birkimel mánudaginn 16. júní 2008 kl. 13.30

Dagskrá:
1. Félagsstarfið / framtíðin.
2. Þjóðlendumál, Óðinn Sigþórsson framsaga.
3. Önnur mál.

Landeigendur hvattir til að mæta.

Vöðlum 6. júní 2008.
f.h. stjórnar BSV
Árni Brynjólfsson form.