Beint í efni

Fundir um sauðfjársæðingar

13.11.2009

Búnaðarsamböndin um allt land gangast fyrir kynningarfundum á sauðfjársæðingastarfseminni í desember 2009. Fundirnir verða með líku sniði og undanfarin ár. Skipulag starfsins í desember verður kynnt auk hrútakosts stöðvanna. Hrútaskránni verður jafnframt dreift á fundunum. Á sumum fundanna er kynning á niðurstöðum haustsstarfsins í sauðfjárræktinni, fram fara almennar umræður um sauðfjárræktarstarfið og kynntar verða niðurstöður úr sameiginlegu uppgjöri sæðinganna fyrir allt landið frá síðasta vetri.

Fundirnir verða sem hér segir:

Þriðjudaginn 17. nóvember

- kl. 13.30, Sævangi Steingrímsfirði
- kl. 20.30, Gauksmýri, Húnavatnssýslu

Miðvikudaginn 18. nóvember
-
kl. 10.00, Grunnskólinn, Reykhólum
- kl. 15.00, Dalabúð, Búðardal
- kl. 20.30, Hvanneyri, Borgarfirði (Ársal)
Á Holti í Önundarfirði verður mögulegt að fylgjast með fundinum á Hvanneyri.

Fimmtudagur 19. nóvember
- kl. 20.30, Breiðabliki, Snæfellsnesi

Föstudagur 20. nóvember
- kl. 20.30, Miklagarði, Vopnafirði

Laugardagur 21. nóvember
- kl. 11.00, Hótel Bláfelli, Breiðdalsvík
- kl. 15.00, Hótel Héraði, Egilsstöðum

Mánudaginn 23. nóvember
- kl. 13.30, Reiðhöllinni Svaðastöðum, Sauðárkróki
- kl. 20.30,  Hlíðarbæ, Kræklingahlíð

Þriðjudaginn 24. nóvember
- kl. 10.00, Ytra-Álandi, Þistilfirði
- kl. 14.30, Fjallalambi, Kópaskeri
- kl. 20.30, Ýdölum, Aðaldal

Miðvikudagur 25. nóvember
- kl. 14.00, Þingborg, Flóa
- kl. 20.00, Heimalandi, Eyjafjöllum

Fimmtudagur 26. nóvember
- kl. 14.00, Hótel Klaustur, Kirkjubæjarklaustri
- kl. 20.00, Smyrlabjörgum, Suðursveit

Hrútaskrá - Vesturland - pdf

Hrútaskrá - Suðurland - pdf

/JVJ