
Fundir um hrossarækt og hestamennsku
12.03.2012
Almennir fundir um málefni hrossaræktar og hestamennsku verða haldnir á eftirtöldum stöðum í komandi viku:
mánudaginn 12. mars. Ljósvetningabúð, Suður - Þingeyjarsýslu.
þriðjudaginn 13. mars. Svaðastaðahöllinni, Sauðárkróki.
miðvikudaginn 14. mars. Sjálfstæðissalnum, Blönduósi
Allir fundirnir hefjast kl. 20:30.
Frummælendur verða Kristinn Guðnason formaður Félags hrossabænda og fagráðs í hrossarækt, Guðlaugur V. Antonsson hrossaræktarráðunautur Bændasamtaka Íslands og Lárus Hannesson formaður Gæðingadómarafélags LH