Beint í efni

Fundargerðir 6., 7. og 8. fundar stjórnar LK komnar á vefinn

17.01.2018

Fundargerðir 6., 7. og 8. fundar stjórnar LK starfsárið 2017-2018 eru nú komnar á vefinn.

Meðal þess sem rætt var eru breytingar á reglugerðum búvörusamninga, en stjórn hvetur til endurskoðunar á að sett sé 15% þak á þann hlut sem hver aðili geti fengið af heildargreiðslumarki sem býðst hverju sinni. Það geti orsakað að greiðslumark festist inn í innlausnarmarkaðnum og þ.a.l. ónotað. Leita þurfi leiða til að tryggja að allt greiðslumark sem er í boði er á innlausnarmarkaðnum gangi út. Auk þess telur stjórn það vandkvæðum bundið að miða áfangaskiptingar verkhluta í framkvæmdum ávallt við áramót þegar kemur að greiðslum fjárfestingastuðnings. Margt í starfsaðstæðum bænda, sem ekki er í þeirra höndum, hefur áhrif á hvort tímaáætlanir gangi eftir.

Annað sem var rætt:

  • Tillaga stjórnar að framleiðsluskylda skyldi aukin úr 90% í 95%.
  • Greiðslumark ársins 2018 fari í 146 milljónir lítra.
  • Vinnuhópar í stefnumótun í kjötframleiðslu og mjólkurframleiðslu hafa nú hist á sínum fyrstu fundum og fer vinnan vel af stað.
  • Aðalfundur og árshátíð Landssambands kúabænda verður á Hótel Selfossi dagana 6.-7. apríl. Árshátíð LK verður laugardagskvöldið 7. apríl á Hótel Selfossi.

Fundargerð 6. fundar stjórnar LK 2017-2018

Fundargerð 7. fundar stjórnar LK 2017-2018

Fundargerð 8. fundar stjórnar LK 2017-2018