Fundargerð Aðalfundar LK 2007
14.04.2007
Aðalfundur Landssambands kúabænda 2007
Haldinn á Hótel KEA dagana 13.-14. apríl
1. Fundarsetning, kosning starfsmanna fundarins og kjörbréfa- og uppstillinganefndar.
Formaður setti fund og bauð fulltrúa og gesti velkomna. Formaður stakk upp á þeim Erlingi Teitssyni og Katrínu Birnu Viðarsdóttur sem fundarstjórum og var það samþykkt.
Erlingur bauð fundarmenn velkomna og skipaði í uppstillingar- og kjörbréfanefnd þau:
Magnús Sigurðsson, Hnjúki
Gunnar Eiríksson, Túnsbergi
Ásthildi Skjaldardóttir, Bakka
2. Skýrsla stjórnar og fagráðs – Þórólfur Sveinsson formaður LK og fagráðs.
Afurðasala gekk vel á síðasta ári, nýjir möguleikar sköpuðust í útflutningi og afkoman var góð. Mikil uppbygging átti sér stað og því samfara miklar skuldir. Fram kom að fjárfesting í greiðslumarki er um 30% af fjárfestingum á kúabúum og vegna mikillar skuldsetningar er greinin orðin mjög háð breytingum á fjármagnsmarkaði.
Þórólfur rakti umræðu um matvælaverð á árinu og þátt íslenskrar búvöruframleiðslu í háu matarverði. Taldi hann umræðuna hafa einkennst af yfirborðsmennsku og vanþekkingu og verið í fullyrðingastíl. Þegar tillögur ríkisstjórnarinnar um lækkun matvælaverðs lágu fyrir var ljóst að ríkisvaldið gerði kröfu um óbreytt mjólkurverð til bænda og afurðastöðva gegn óbreyttri tollvernd út mjólkursamningstímann. Stjórn LK kallaði trúnaðarmenn sína á fund og sendu LK og SAM út yfirlýsingar um óbreytt verð. Lækkun á framleiðslukostnaði er forsenda fyrir áframhaldandi hárri markaðshlutdeild íslenskra mjólkurafurða.
Taka þarf umræðu um að hætta opinberri heildsöluverðlagningu mjólkur. Eyða þarf réttaróvissu varðandi verðlagningu, tryggja rétt smærri smásöluaðila og jafnt mjólkurverð á landsvísu. Verðtilfærsla á milli mjólkurafurða er óeðlileg, framlegð unnina vara mun meiri en á neyslumjólk.
Í skoðanakönnunum og rýnihópum kom almennt fram jákvætt viðhorf til kúabænda og íslensku kýrinnar.
Miklar breytingar hafa orðið á mjólkurmarkaði, samruni mjólkurbúa og hagræðing. Þróunarfé nautgriparæktarinnar hefur skroppið saman og hugmyndir eru uppi um samvinnu við afurðastöðvar um aukið fé til rannsókna. Skoða þarf áhrif verðtryggingar í fjármálum bænda. Líklegt er að langtímafjármögnun yrði í erlendri mynt en skammtímafjármögnun í íslenskri mynt verði verðtrygging lögð af. Umhverfismál eru í brennidepli. Aukin áhersla á lífeldsneyti hefur valdið hækkuðu kornverði á heimsmarkaði. Mikilvægt er að varðveita besta ræktunarlandið –jarðvegsauðlindina. Landbúnaður er ekki lögmál heldur atvinnugrein. Starfið þarf að gefa góða afkomu.
LK flutti á árinu, Margrét Helga hætti störfum og óskaði formaður henni velfarnaðar. Formaður þakkaði gott samstarf við landbúnaðarráðherra, formann landbúnaðarnefndar Alþingis, stjórn LK og framkvæmdastjóra. Egill á Berustöðum og Jóhannes á Espihóli ganga úr stjórn og þakkaði Þórólfur þeim samstarfið.
3. Ávörp gesta
Guðni Ágústssonlandbúnaðarráðherra taldi bjart yfir byggðum í íslenskum landbúnaði og að meiri samstaða og friður ríktu nú landbúnaðarmál nú en oft áður. Mikil nýsköpun ætti sér stað í sveitum og mikil uppbygging í hinum hefðbundnu greinum. Guðni rakti stöðu alþjóðasamninga og taldi að í framtíðinni þurfi að aðlaga samninga að því. Guðni taldi sig hafa haft meðbyr sem ráðherra í átta ár sitjandi á friðarstóli í stað neikvæðrar umræðu fyrr. Þá taldi Guðni hátt jarðarverð ekki ókost og að það gerði bændum kleift að snúa frá sínum búskap með reisn. Guðni vill að leggja meiri áherslu á nautakjötsframleiðsluna og að standa betur með þeirri framleiðslu. Ákveðið hefur verið að tvöfalda gripagreiðslur til nautkjötsframleiðenda. Að lokum þakkaði Landbúnaðarráðherra bændum samstarfið og óskaði kúabændum velfarnaðar.
Haraldur Benedikstsson formaðurBændasamtaka Íslands bað fyrir kveðju framkvæmdastjóra BÍ og starfsfólks samtakanna. Haraldur vill taka kjötiðnaðinn til gagngerrar endurskoðunar líkt og mjólkuriðnaðinn. Fam kom að hlutur bænda í útsöluverði dilkakjöts hefur ekki verið minni frá 1995 og að kjarabætur þurfi að sækja til afurðavinnslunnar. Næsta verkefni í matvælaverðsumræðunni er að halda fundi með frambjóðendum í öllum landshlutum og kynna þeim stöðu íslensks landbúnaðar. Mynda þarf tengsl við fólkið á mölinni og opna búin meira. Að lokum þakkaði Haraldur stjórn LK, starfsfólki og kúabændum samstarfið á árinu.
4. Innflutningur á nýju mjólkurkúakyni –niðurstöður starfshóps
Magnús B. Jónsson -forsendur
Skoðuð voru fjögur kúakyn, rauðu kynin NRF (norska) og SRB (sænska) og svartskjöldóttu kynin SLB (sænska) og NZ (nýsjálenska).
Íslenska kýrin er léttari en öll samanburðarkynin. Erfitt að bera saman afurðir á milli kynja vegna mismunandi fóðrunar. Ending nýsjálenskra kúa áberandi meiri en annara kynja –þetta er fall af framleiðslukerfi. Algengasta orsök förgunar íslenskra kúa er júgúrbólga. Meðgöngutími íslenska kynsins ívið lengri og lægra hlutfall kvígukálfa. Dauðfæddir kálfar mun algengari hjá íslensku kúnni en öðrum kynjum. Júgurbólgutilfelli mun algengari hjá íslensku kúnni.
Hópurinn fór til Írlands og skoðaði samanburð á NRF og HF í írskum tilraunum. Í ljós kom að HF kýrnar skiluðu 5-7% meiri afurðum miðað við 1.500 kg kjarnfóður. Í beitarbúskap skiluðu HF 4% meira en NRF. Í samanburði myndu HF skila 17%, NRF 9% og NZ 5% meiri afurðum en íslenska kynið.
Daði Már Kristófersson -arðsemismat
Notað var líkan af kúabúi sem byggir á verðlagsgrundvallarbúinu. Greind voru áhrif á einstaka tekju-/kostnaðarliði, framlegð, áhrif á tímakaup, áhrif á heildarframleiðslukostnað og áhrif til frambúðar.
Miðað við óbreytta hjarðstærð skila erlendu kynin búinu 1,6 milljónum (NZ), 2,1 milljónum (SRB). 2,1 milljónum (NRF) og 2,7 milljónum (SLB).
Miðað við óbreytt vinnuafl skila erlendu kynin 850 þús (NZ), 910 þús. (SLB) og 1,200 þús (NRF og SRB).
Óbreytt fjósstærð 1,1 (NZ), 1,6 (NRF og SRB) 2,2 (SLB)
Tímakaup hækkar úr 1114 kr/klst skv. verðlagsgrundvelli í allt að 1600 kr/klst verði flutt inn nýtt kúakyn.
Núvirði fjármagnsstreymis um ókomin ár 20-40 milljónir
Heildaráhrif á framleiddan lítra 2,7-4,7 kr/lítra eða m.v. 112 milljónir lítra 308-528 milljónir kr á ári.
Verulegur ábati fylgir því að skipta um kúakyn en hins vegar þarf að skilgreina hvort fjósstærðin eða vinnuaflið er takmarkandi.
Fyrirspurnir
Gunnar Jónsson, Egilssöðum spurði um þátt kjötframleiðslunnar í samanburðinum og taldi að hin erlendu kyn væru mun betur fallin til kjötframleiðslu.
Jóhann Nikulásson, Stóru Hildisey ræddi vinnumælingar við mjaltir og af hverju ekki hefði verið miðað við mjaltaþjóna.
Sigurgeir Hreinsson, Hríshóli spurði um skráningu kjarnfóðurgjafar og taldi að margir teldu byggið ekki kjarnfóður.
Daði taldi tvímælalausan ávinning af rauðu kynjunum í kjötframleiðslunni en flókið væri að reikna þann ávinning því verðteygni kjötsins væri óljós. Í vinnumælingum kom fram að mjaltatíminn er þrefalt lengri í íslenskum fjósum samanborið við erlend fjós. Daði taldi mikinn breytileika í mjöltum skv. vinnumælingum og að réttara væri að nota erlend viðmið.
Magnús sagði að notaðar hefðu verið upplýsingar úr skýrsluhaldinu og taldi að skekkja vegna heimaræktaðs byggs væri ekki mikil.
Oddur á Dagverðareyri spurði um mjaltatíma einstakra kynja.
Magnús sagði þessar upplýsingar ekki liggja fyrir að svo stöddu.
Hádegisverðarhlé
5.
Viðhorf neytenda til innflutnings á nýju mjólkurkúakyni –niðurstöður skoðanakannana og rýnihópa- Baldur Helgi Benjamínsson
Baldur kynnti niðurstöður úr skoðanakönnunum og rýnihópakönnunum.
Baldur fór yfir fjarlægðarvernd íslenskra mjólkurafurða og taldi ríflega helming mjólkurvara njóta verulegrar fjarlægðarverndar. Ostur, rjómi, mjólkurdrykkir og duft eru nánast óháð markaðaðsfjarlægð.
Skoðanakönnun 1 –3500 manns, 70% svörun –des. 2006.
85% svarenda töldu ólíklegt að þeir myndu kaupa erlenda mjólk.
63% andvígir því að nýtt kúakyn verði flutt til landsins. Ástæður helstar þær að fólk vill íslenskt, hætta á sjúkdómum, og að talið sé verðmæti í íslensku kúnni.
Þórólfur Sveinsson–rýnihópar
4 rýnihópar með 8-10 einstaklingum kallaðir saman og umræðustjóri frá Capacent Gallup –finna rauðan þráð í viðhorfum fólks.
Þátttakendur í rýnihópum töldu íslenskar mjólkurvörur tvímælalaust gæðavörur, þó komu fram áhyggjur af ofsykruðum mjólkurvörum!
Fólki fannst mjólkurvörur ekki dýrar að ostinum undanskyldum –drykkjarmjólk beinlínis ódýr.
Þátttakendur almennt jákvæðir fyrir því að flytja inn unnar mjólkurvörur -að neytendur hafi val um þessar vörur. Flestum fannst fáránlegt að flytja inn drykkjarmjólk.
Meirihluti andvígur innflutningi á nýju kúakyni –engin tengsl við innflutning á mjólkurvörum.
Ljóst að konur eru tortryggnari gagnvart innflutningi á nýju kúakyni. Mikið um misskilning og vanþekkingu á innflutningi á nýju kúakyni.
Gott samhengi í því sem kom fram í skoðanakönnunum og rýnihópum. Undantekningin er ostur en þátttakendur í rýnihópum telja mikilvægt að hafa aðgang að erlendum ostum á markaði.
Baldur Helgi Benjamínsson
Könnun 2, 1200 manns 74% svörun
50% andvíg innflutningi á kúakyni, veruleg minnkun andstöðu frá því í desemberkönnuninni. Tæplega 80% vill hafa aðgang að vörum úr íslenska kúakyninu
63% myndu kaupa íslenskan ost ef gæði væru sambærileg
41% töldu að gæta þyrfti varúðar vegna sjúkdóma verði af innflutningi yrði og 25% að gæta þyrfti að þvi að viðhalda íslenska stofninum hreinum
6. Niðurstöður kjörbréfanefndar -Magnús Sigurðsson
Farið yfir kjörbréf fulltrúa, mættir voru:
Arnheiður Dögg Einarsdóttir, Guðnastöðum
Ásthildur Skjaldardóttir, Bakka
Bára Sigurðardóttir, Lyngbrekku
Birna Þorsteinsdóttir, Reykjum (sem Búnaðarþingsfulltrúi)
Erlingur Teitsson, Brún
Gauti Halldórsson, Grænalæk
Grétar Einarsson, Þórisholti
Gróa Lárusdóttir, Brúsastöðum
Gunnar Jónsson, Egilsstöðum
Gunnar Kr. Eiríksson, Túnsbergi
Halldór Sigurðsson, Hjartarstöðum
Hallur Pálsson, Naustum
Helga Guðmundsdóttir, Gilsárteigi
Jóhann Nikulásson, Stóru-Hildisey
Jón Gíslason, Lundi
Katrín Birna Viðarsdóttir, Ásólfsskála
Laufey Bjarnadóttir, Stakkhamri
Magnús Hannesson, Eystri-Leirárgörðum
Magnús Sigurðsson, Hnjúki
Marteinn Sigurðsson, Kvíabóli
Pétur Diðriksson, Helgavatni
Ragnar Magnússon, Birtingaholti
Sigmundur H. Sigmundsson, Látrum
Sigurður Baldursson, Páfastöðum
Sigurgeir Hreinsson, Hríshóli
Sigurlaug H. Leifsdóttir, Nýjabæ
Skúli Einarsson, Tannstaðabakka
Stefán Magnússon, Fagraskógi
Steinþór Torfason, Hala
Sveinbjörn Þór Sigurðsson, Búvöllum
Valdimar Guðjónsson, Gaulverjabæ
Valdimar Sigmarsson, Sólheimum
Þórarinn Leifsson, Keldudal
Þorsteinn Rútsson, Þverá
Samkvæmt niðurstöðum kjörbréfanefndar er full mæting kjörinna fulltrúa. Kristín Linda Jónsdóttir, bóndi í Miðhvammi og Búnaðarþingsfulltrúi LK mætir ekki, heldur ekki fulltrúi Félags nautakjötsframleiðenda, sem er boðið að sitja á fundinum með málfrelsi og tillögurétt. Engar athugasemdir við niðurstöður kjörbréfanefndar og þau samþykkt samhljóða.
7. Almennar umræður:
Stefán Magnússon: Þakkaði skýrslu stjórnar og framlögð fundargögn. Mjög áhugaverð dagskrá. Áhugaverðar kannanir, gott að sjá hverning landið liggur og hvar skal bera niður í innflutningsmálum. Leiðrétta þarf misskilning og vanþekkingu. Umræða um innflutning á nýju kúakyni þarf að vera á málefnalegum nótum.
Magnús Hannesson: Gögn um innflutning á nýju kúakyni vekja margar spurningar. Hef ekki verið hlynntur til þessa. Ákveðnir annmarkar þó með núverandi kyn. Spyr sig um þungatölur, hans kýr 500-550 kg. Rangt að halda sig við 450 kílóin. Vildi fá skýrslur fyrr. Algerlega ótækt að aðalfundir LK og LS séu sömu helgina, fulltrúar á þeim fundum geta leyst hvorir aðra af. Samnýting framleiðsluaðstöðu, ótækt að LBS skuli ekki heimila slíkt. Óveðursský þegar verðlagshækkanir fást ekki uppi bornar. Sínu búi hafi verið sendur 800.000 kr reikningur, greiðslumarkið sinnum 2,4 kr. Verðlækkun skilar hverju mannsbarni ekki nema 800 kr. Önnur verðlækkun pr. líter vegna aukinnar framleiðslu. Vöntun m.v. verðlagsgrundvöll frá 2001 eru 12 kr á líter. Áhyggjur af skuldsetningu framleiðenda, 33 milljónir á bú.
Sigurlaug Hanna Leifsdóttir: Nýting lands. Hefur áhyggjur af því að sveitarfélög geti tekið land úr landbúnaðarnotkun. Eigum að láta þetta mál okkur varða. Ekki sjálfsagt mál að taka gott akurlendi undir sumarbústaði. Tvöfaldar gripagreiðslur á “kjötframleiðslubú”? Hvað eru við hin að gera? Erum við ekki að framleiða almennilegt kjöt. Átti ekki orð yfir orð landbúnaðarráðherra um þessi mál. Eigum við að sameina sláturhúsin öll í eitt? Er það til bóta, eða of dýru verði keypt? Eigum að hafa skoðun á málinu. Hefur áhyggjur af því að þetta verði gert. Finnst ótrúlegt að uppfærsla á DK búbót skuli ekki liggja fyrir, fyrr en seint og um síðir. Flest fyrirtæki búin að birta afkomu en bændur geta það ekki enn sem er bagalegt.
Sigmundur H. Sigmundsson: Þakkaði fram komnar skýrslur. Á móti innflutningi á nýju kúakyni. Lítill munur á íslenska kyninu og þeim erlendu hvað nyt varðar. Ef við erum skussar að heyja, þá lagast það ekki ef við fáum nýjan traktor. Vill breyta áherslum í ræktunarstarfinu. Hefur ekki notað sæðingar í 30 ár, hefur útrýmt júgurgöllum með því. Ætlar að byrja á því aftur, og sjá hvort júgurgallarnir komi aftur. Hefur efasemdir um þungatölur íslensku kúnna, þær virðast amk. vera þyngri þegar þær stíga ofan á tærnar á manni. Ekki allt fengið með því sem útlent er. Almenningur greinilega á móti innflutningi, í takt við það sem hann hefur hlerað. Eigum við að kasta sérstöðunni á glæ. Skoðanakannanir og rýnihópar mæla ekki útflutningsmöguleika, hvað segir erlendi kaupendahópurinn við innflutningi.
Laufey Bjarnadóttir, Stakkhamri þakkaði skýrslur og erindi. Laufey fjallaði um hreinleika íslenskra afurða og hvort innflutningur á erfðabreyttum fóðurefnum (soya og maís) samrýmdist íslenskri sérstöðu og hreinleika. Hún nefndi að sum þessara fóðurefna væru ekki leyfð í Evrópu. Nauðsynlegt væri að rekja þessi efni og kanna umfang þeirra í íslenskri fóðurframleiðslu.
Grétar Einarsson, Þórisholti spurði hvort auknar greiðslur til nautakjötsframleiðenda væru teknar úr mjólkursamningi eða hvaðan þær kæmu. Þá spurði hann hvort einungis ætti að flytja inn eitt kyn og hvort innflutningurinn ætti að fara fram einu sinni eða oftar. Taldi að e.t.v. væri best að flytja inn vestfirska kynið.
Arnheiður Dögg Einarsdóttir Guðnastöðum þakkaði erindi og spurði um umræðu um sjúkdóma í rýnihópunum –hvort vart hefði orðið við ótta við sjúkdóma tengdum innflutning. Hún tók undir með Laufeyju varðandi fóðurefni. Lýsti áhyggjum af jarðamálum, nýtingu lands og skipulagi.
Jóhann Nikulásson Stóru-Hildisey þakkaði stjórn vel unnin störf og taldi nauðsynlegt að leiða umræðuna og ganga á undan í hagræðingu. Fagnaði framtaki BÍ að auglýsa landbúnaðinn fyrir stjórnmálamönnum. Gleðst yfir auknum stuðningi við holdanautabændur. Taldi að viðmið um vinnu í mjöltum í útreikningum vegna innflutnings nýs kúakyns væru hæpnar, sama væri að segja um viðmið í kjarnfóðurgjöf. Þá benti hann á að stór hluti mjólkurframleiðslunnar nyti engrar fjarlægðarverndar.
Þórólfur Sveinsson, Ferjubakka tók undir með Magnúsi Hannessyni að óheppilegt væri að aðalfundir LK og LS féllu saman. Þórólfur útskýrði að þær 25 milljónir sem Guðni lofaði sem stuðningi við holdanautaframleiðslu væru viðbótafjármunir sem deilt yrði á holdakýr í landinu. Óljóst hvort íslenska kýrin er mikilvæg fyrir ímynd íslenskra vara erlendis. Uppruni fóðurefna er ekki þekktur en til stendur að athuga með merkingar á erfðabreyttum matvælum og síðar vörum sem framleiddar eru með erfðabreyttu fóðri. Neytendur vilja í auknum mæli þekkja uppruna vörunnar. Þórólfur taldi skynsamlegt að nota upplýsingar úr mjaltaþjónum um mjaltahraða og jafnvel að taka stikkprufur á nokkrum búum varðandi mjaltahraða. Þá þyrfti einnig að skoða við hvaða fóðrunarstig útreikningarnir eru miðaðir. Varðandi framkvæmd innflutnings þá hefði það einungis verið rætt lauslega. Ekkert gert hjá ráðuneyti í því að skoða samnýtingu jarða. Þórólfur þeirrar skoðunar að kvaðir þurfi að vera á landi eigi að koma í veg fyrir að land falli úr landbúnaðarnotkun.
Sigurður Baldursson, Páfastöðum nefndi að rétt hefði verið að skýra spurningar um innflutning í könnunum betur þ.e. hvernig innflutningurinn færi fram. Sigurður nefndi nauðsyn þess að flytja inn holdasæði. Þá nefndi hann athyglisverðar tölur um mjaltahraða í 60 kúa hóp á Páfastöðum sem er frá 1 l/mín að 3,3 l/mín. Taldi verðlagningu á mjólk þurfa að vera hlutverk afurðastöðva. Forrit BÍ ekki í lagi, DKbúbót of seint og Ískýr úrelt. Taldi athugandi að ráða blaðafulltrúa á vegum BÍ og samtaka bænda til þess að takast á við umræðu um landbúnaðarmál.
Jón Gíslason, Lundi gagnrýndi harðlega aðferðafræði Daða og Magnúsar varðandi útreikninga vegna innflutnings á kúakyni. Sérstaklega taldi hann framleiðsluaðstæður á Írlandi ekki endurspegla íslenskar aðstæður. Jón vísaði til Færeyjatilraunarinnar sem væri eina tilraunin þar sem íslenskar kýr hafa verið bornar saman við erlend kyn við sömu aðstæður og þar hefði verið 25% afurðamunur sem hann taldi nær lagi. Þá átaldi hann þá fyrir að taka ekki kjötframleiðsluna inn í útreikningana.
Birna Þorsteinsdóttir, Reykjum þakkaði skýrslur og erindi. Tók undir efasemdir varðandi mat á vinnuþörf við mjaltir. Nefndi að 4 kvígur undan sama nauti hefðu mjaltahraðann 0,7 l/mín –endurskoða þyrfti ræktunarstarfið og leggja áherslu á mjaltir.
8. Skipan í nefndir, málum skipað til nefnda og nefndarstörf
Ársreikningar LK 2006 – Baldur H. Benjamínsson. Sú breyting hefur átt sér stað að nú eru reikningar félagsins endurskoðaðir af löggiltum aðila. Hlutabréf í Kjötframleiðendum ehf (6%) voru seld en einu prósenti haldið eftir. Þá var Nautastöð LK ehf slitið og sæðisbirgðir seldar til Nautastöðvar BÍ. Ýmsar útistandandi kröfur voru afskrifaðar og tekið til í bókhaldi LK. Þórólfur Sveinsson útskýrði að fjármagn frá verðskerðingarsjóði nautakjöts færi í gegnum bókhald LK og skapaði þannig bæði meiri tekjur og gjöld í bókhaldi en verið hefði og verður í náinni framtíð. Reikningum vísað til nefndar.
Stefán Magnússon –flutti tillögu
Beinir til stjórnar LK að kanna til hlýtar innihald í innfluttu kjarnfóðri og hráefnum til kjarnfóðurgerðar. Tillögunni vísað til nefndar 4
Starfsnefnd 1 -Gunnar í Túnsbergi, formaður
Starfsnefnd 2 -Sigurgeir Hreinsson, formaður
Starfsnefnd 3 -Skúli Einarsson, formaður
Starfsnefnd 4 –Jóhann Nikulásson, formaður
Fundi frestað klukkan 16:42 -nefndarstörf
Fundurinn framhaldið kl. 13.00 eftir nefndarstörf frá kl. 08:30 laugardaginn 14. apríl.
Erlingur Teitsson setti fund.
Erna Bjarandóttir tók við fundarritun af Ingvari Björnssyni.
Magnús Sigurðsson formaður kjörnefndar kynnti breytingu á skipan þingfulltrúa en Sigurlaug Leifsdóttir forfallaðist. Við hennar sæti tók Birna Þorsteinsdóttir.
- Afgreiðsla mála
Mál frá Starfsnefnd 1.
Tillaga 1
Aðalfundur LK haldinn á Akureyri 13. -14. apríl 2007 leggur áherslu á að lokið verði sem fyrst vinnu við mat á hagkvæmni þess að framleiða mjólk á Íslandi með nýju kúakyni og þannig myndaður grunnur að frekari ákvarðanatöku í málinu. Við lokavinnslu skýrslunnar verði tekið mið af ábendingum sem fram hafa komið um mat á vinnuþörf og fleiri atriðum.
Fundurinn telur ljóst að notkun nýs kúakyns sé ein vænlegra leiða til að lækka framleiðslukostnað mjólkur. Jafnframt sýna viðhorfskannanir að núverandi kúakyn á mikilvægan þátt í tryggð neytenda við íslenska mjólk. Þessi sjónarmið þarf að virða í framhaldinu.
Með hliðsjón af framansögðu er æskilegt að leyfður verði takmarkaður innflutningur erfðaefnis í tilraunaskyni, þá á vegum sérstaks félagsskapar fremur en Landssambands kúabænda.
Fundurinn áskilur þó að takmarkanir á notkun þessa erfðaefnis og framkvæmd verkefnisins verði unnar í fullu samráði við LK og mjólkuriðnaðinn.
Gunnar Einarsson mælti fyrir tillögu nefndarinnar.
Magnús Hannesson Eystri-Leirárgörðum, lýsti sig sammála 1. lið tillögunnar en taldi mikið vanta í tillöguna um hvernig standa ætti að tilraun með nýtt kúakyn t.d. hvort um blöndun við íslenska kynið á að vera eða koma upp nýju hreinu kyni. Hann kvaðst ekki geta samþykkt tillöguna óbreytta.
Jón Gíslason Lundi, sagði að úr tilraun þyrfti að fá samanburð á íslenska kyninu við hrein erlend kyn. Einnig að notuð yrðu erlend naut (NRF) á íslenskar kýr og bera blendinga saman við íslenska kynið. Ómögulegt er að ákveða fyrirfram hvaða leið síðan yrði valin. Hann lýsti ánægju með störf nefndarinnar og sagði að þeir nefndarmenn sem hefðu verið andvígir innflutningi hefðu teygt sig langt til sátta.
Skúli Einarsson Tannstaðabakka, kvaðst óttast að óþarflega mikill andbyr gæti myndast við málið þar sem talað væri um nýtt kúakyn í 1. mgr. tillögunnar Þess í stað yrði talað um innblöndun á nýju kúakyni. Hann taldi þetta geta skapað breiðari sátt um málið.
Hallur Pálsson Naustum, sagðist efins um innflutning á nýju kúakyni og kvaðst vilja láta reyna betur á íslenska kynið. Hann taldi íslenska neytendur vilja íslenska mjólk úr íslenskum kúm og kvaðst myndi greiða atkvæði gegn tillögunni.
Sigurður Baldursson Páfastöðum, taldi besta mál að vera með tvö mjólkurkúakyn í landinu.
Gunnar Jónsson Egilsstöðum sagði hér ekki vera stærra skref á ferðinni en svo að auðvelt væri að bakka út úr því ferli sem þarna færi af stað.
Stefán Magnússon Fagraskógi lýsti sig samþykkan tillögunni og hefði viljað sjá þetta skref fyrir löngu og hvatti fulltrúa til að samþykkja hana. Klukkan tifar og að því kemur að taka þarf ákvörðun um framhaldið. Etv. Kemur í ljós í komandi alþingiskosningum um hve langan tíma við höfum til að taka ákvörðun um framhaldið
Óskað var eftir leynilegri og skriflegri atkvæðagreiðslu
Já sögðu 26
Nei sögðu 7
Tillaga nr. 1 samþykkt með 26 atkv. gegn 7.
Gunnar Eiríksson Túnsbergi mælti fyrir seinni tillögu Starfsnefndar 1.
Tillaga 2.
Aðalfundur LK haldinn á Akureyri 13. -14. apríl 2007 samþykkir að Landssamband kúabænda leiti fjárhagslega og tæknilega forsvaranlegra leiða til að flytja inn erfðaefni úr Aberdeen Angus og Limousine holdakynjunum.
Greinargerð:
Þær birgðir af holdanautasæði úr
Jón Gíslason Lundi, gerði grein fyrir af hverju talað væri um fjárhagslega forsvaranlega leið. Hann lagði til viðauka við greinargerðina til að skýra þetta.
“Umfang holdanautaræktar er hins vegar það lítið að innflutningur er erfðaefnis er vart forsvaranlegur nema hægt sé að framkvæma hann á tiltölulega ódýran hátt.”
Magnús Hannesson Eystri-Leirárgörðum, spurði hvort hugsunin væri að Landssamtök kúabænda kosti þennan innflutning eða notendur sæðisins. Eins spurði hann hvort ætt væri við innflutning á fósturvísum eða sæði.
Gunnar Eiríksson Túnsbergi, sagði umræðuna í nefndinni hafa verið á þann veg að notendur sæðisins greiddu þennan kostnað. Hann sagði vera til skoðunar hvort hægt væri að flytja beint inn sæði. Hann lýsti sig fylgjandi tillögu Jóns Gíslansonar um viðbót við greinargerðinni.
Þórólfur Sveinsson sagðist líta svo á að með tillögunni væri málið tekið til skoðunar án þess að ákvörðun væri tekin umfram það.
Arnheiður Dögg Einarsdóttir Guðnastöðum, sagðist telja að Landssamtök kúabænda sem samtök allra kúabænda ættu að bjóða upp á holdanautasæði. Hún spurði hvort LK seldi holdanautasæði til Nautastöðvar BÍ.
Baldur Helgi Benjamínsson sagði að sæðisbirgðirnar, um 62.000 skammtar, hefðu verið seld nautastöð BÍ sl. áramót.
Tillagan ásamt viðauka Jóns Gíslasonar samþykkt með þorra atkvæða gegn einu.
Starfsnefnd 2
Sigurgeir Hreinsson Hríshóli mælti fyrir tillögum Starfsnefndar 2.
Tillaga 3.
Aðalfundur Landsambands kúabænda haldinn á Akureyri 13. og 14. apríl 2007, fagnar því að Landbúnaðarstofnun hyggist birta niðurstöður efnagreininga á heimasíðu sinni. Skorað er á stofnunina að birta nú þegar niðurstöður efnamælinga á áburði og fóðri, vegna mikilvægis þessara upplýsinga fyrir bændur. Einnig telur fundurinn eðlilegt að greina frá afdrifum þeirra aðfanga sem ekki standast kröfur.
Tillagan samþykkt samhljóða
Tillaga 4.
Aðalfundur Landsambands kúabænda haldinn á Akureyri 13. og 14. apríl 2007, skorar á landbúnaðarráðherra að fella nú þegar niður alla tolla á innfluttar kjarnfóðurblöndur.
Fundurinn minnir á að kjarnfóðurverð hefur áhrif á verðmyndun landbúnaðarvara og þar með matvælaverð.
Tillagan samþykkt samhljóða
Tillaga 5.
Aðalfundur Landsambands kúabænda haldinn á Akureyri 13. og 14. apríl 2007, skorar á ríkisstjórnina að afnema hið fyrsta stimpilgjöld sem lögð eru á veðskuldabréf við þinglýsingu.
Jóhannes Jónsson Espihóli, lagði til að skorað yrði á Alþingi í stað ríkisstjórnar.
Breytingartillaga Jóhannesar samþykkt samhljóða.
Tillagan þannig samþykkt samhljóða:
Aðalfundur Landsambands kúabænda haldinn á Akureyri 13. og 14. apríl 2007, skorar á alþingi að afnema hið fyrsta stimpilgjöld sem lögð eru á veðskuldabréf við þinglýsingu.
Tillaga 6.
Aðalfundur Landsambands kúabænda haldinn á Akureyri 13. og 14. apríl 2007, beinir því til stjórnar Landsambands kúabænda að láta
Sigurgeir Hreinsson Hríshóli, gerði grein fyrir 4. tillögu starfshóps 2
Samþykkt samhljóða.
Tillaga 7.
Aðalfundur Landsambands kúabænda haldinn á Akureyri 13. og 14. apríl 2007, skorar á stjórn Landssambands kúabænda að fylgjast vel með verðhækkunum á aðföngum til mjólkurframleiðslu og beita öllum tiltækum ráðum til að hafa áhrif þar á.
Sigurgeir Hreinsson Hríshóli, gerði grein fyrir 5. tillögu starfshóps 2
Baldur H. Benjamínsson, sagði reynt hafa verið að safna saman gjaldskrám dýralækna. Aðeins tveir dýralæknar sendu LK gjaldskrár sínar og var engan veginn hægt að byggja neitt á þeim. Dýralæknar eru enn mjög ósáttir við framgöngu fyrrverandi frkv.stj. LK í þessu máli. Hann og formaður LK hafa átt fundi með dýralæknum um þessi mál.
Stefán Magnússon Fagraskógi, sagði illt að samþykkja þessa tillögu ef ekki er hægt að fá verðskrá dýralækna. Hann taldi að dýralæknar ættu að hafa gjaldskrá til að hafa starfsleyfi, almennt eiga aðilar að hafa frammi gjaldskrá ef þeir selja þjónustu.
Skúli Einarsson Tannstaðabakka, taldi ágæta byrjun að kúabændur bæðu sinn dýralækni um þeirra gjaldskrá. Bændur þurfa sjálfir að fara ofan í sín útgjöld og þetta væri eðlilegur þáttur í því.
Magnús Hannesson Eystri Leirárgörðum sagðist hafa reynt að fá sundurliðaðan reikning hjá sínum dýralækni en fengi ekki.
Breytingartillagan samþykkt
Aðalfundur Landsambands kúabænda haldinn á Akureyri 13. og 14. apríl 2007, skorar á stjórn Landssambands kúabænda að fylgjast vel með verðhækkunum á aðföngum og þjónustu vegna mjólkurframleiðslu og beita öllum tiltækum ráðum til að hafa áhrif þar á.
Tillagan samþykkt með áorðnum breytingum.
Sigurgeir Hreinsson Hríshóli, mælti fyrir 6. tillögu nefndar 6.
Tillaga 8.
Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn á Akureyri 13. og 14. apríl 2007, samþykkir eftirfarandi kjaramálaályktun:
· Fundurinn minnir á að mjólkurframleiðendur hafa tekið á sig umtalsverða kjaraskerðingu sem lið í aðgerðum til að ná fram raunlækkun matarverðs. Því er mikilvægt að leitað verði allra leiða til að ná niður framleiðslukostnaði mjólkur. Brýnt er að stjórnvöld gangi nú þegar til samninga við Landsband kúabænda um leiðir í þessu efni.
· Fundurinn skorar á stjórnvöld að raska ekki, með neikvæðum hætti, starfs- og samkeppnisumhverfi íslenskrar mjólkurframleiðslu og mjólkurvinnslu með opinberum ákvörðunum umfram það sem milliríkja- og alþjóðlegir samningar leiða af sér.
· Fundurinn telur það grundvallaratriði að ekki sé óvissa um þau réttindi og þær skyldur sem fylgja greiðslumarki til mjólkurframleiðslu og/eða greiðslum á grundvelli samnings um starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar.
· Fundurinn leggur ríka áherslu á að heildsöluverðlagning einstakra mjólkurafurða endurspegli raunverulegan framleiðslukostnað.
Egill Sigurðsson Berustöðum, sagði ákaflega mikilvægt að fylgja því eftir að bæði réttindi og skyldur fylgja því að vera aðili að samningi við ríkið um starfsskilyrði mjólkur. Brýnt væri að standa vörð um að jafnræði væri meðal manna en ekki skapist tveir hópar með mismunandi aðstæður. Hann brýndi nýja stjórn á að taka á þessu máli. Hann taldi langt gengið í fjórða lið tillögunnar, en sumar vörur væri komist hjá að selja undir framleiðslukostnaðarverði, m.a. til að ná sem bestri nýtingu á markaðnum. Hann beindi því til nefndarinnar að skoða betur að milda orðalag þessa málsliðar.
Þórólfur Sveinsson Ferjubakka, ræddi 2. málslið en íslensk stjórnvöld hafa gert milliríkjasamninga um aukinn markaðsaðgang búvara í milliríkjasamningum. Hann lagði til að einungis yrði þarna talað um alþjóðasamninga. Ef þeir dragast kann áhugi á tvíhliða samningum um milliríkjaviðskipti að aukast.
Hann ræddi síðan þriðju málsgrein tillögunnar í ljósi innkomu Mjólku á markaðinn. Sú staða kann að koma upp áður en langt um líður að ekki verði greitt að fullu líkt og nú fyrir alla umframmjólk. Þá kann að koma upp ágreiningur í mjólkuruppgjöri sem gæti farið fyrir dómsstóla. Það kann líka að vera umhugsunarefni að sumir bændur selja stóran hluta síns greiðslumarks og framleiða síðan að mestu leyti utan greiðslumarks.
Sigurður Loftsson Steinsholti, ræddi 3. mgr tillögunnar. Hann sagði að í umræðum innan nefndarinnar hafi sá vandi sem þarna er á höndum komið vel fram. Hann velti síðan fyrir sér hvert kjaramálaályktun yrði send og vænti þess að stjórn myndi fylgja ályktunni eftir með þeim skýringum sem formaður hefði rætt í sínu máli. Hann tók undir ábendingar fyrri ræðumanna við 4. mgr.
Málið fór síðan aftur til nefndarinnar.
Sigurgeir Hreinsson Hríshóli, mælti fyrir endurskoðaðri kjaramálaályktun starfsnefndar 2.
Breytingartillaga nefndarinnar samþykkt samhljóða
Kjaramálaályktunin, (tillaga 8) síðan samþykkt samhljóða.
Starfsnefnd 3
Skúli Einarsson Tannstaðabakka, mælti fyrir málum frá Starfsnefnd 3.
Tillaga 9.
Aðalfundur Landssambands kúabænda haldinn á Hótel KEA Akureyri 13. og 14 apríl 2007, felur stjórn Landssambands Kúabænda að leita allra leiða til að draga úr þeim kostnaði sem greiðslumarkskerfið ber með sér. Bendir fundurinn í því sambandi á eftirfarandi:
· Nauðsynlegt er að allar breytingar frá núgildandi kerfi séu ákveðnar og kynntar með löngum fyrirvara.
· Þótt núgildandi kerfi hafi stóra kosti fylgir því verulega íþyngjandi kostnaður fyrir greinina og rökstyðja má að verð á framleiðslurétti sé og hafi lengi verið of hátt.
· Einhver lagaleg óvissa virðist vera um útfærslu núgildandi kerfis.
Útflutningur mjólkurafurða kann að breyta viðhorfum til framleiðslustýringar gangi væntingar manna um skilaverð eftir.
Samþykkt samhljóða.
- Skúli Einarsson Tannstaðabakka mælti fyrir
tillögu 10.
Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn á Akureyri 13. og 14. apríl 2007, skorar á landbúnaðarráðherra að fylgja eftir viljayfirlýsingu þeirri sem hann undirritaði þann 10.maí 2004 samhliða undirritun samnings um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu.
Greinargerð:
Senn eru liðin þrjú ár frá undirritun núverandi mjólkursamnings. Samhliða þeim samningi skrifaði landbúnaðarráðherra undir viljayfirlýsingu sem er eftirfarandi:
„Til að bæta samkeppnisstöðu mjólkurvara og auka hagkvæmni í mjólkuriðnaði lýsir landbúnaðarráðherra yfir vilja sínum til að skoðað verði sérstaklega hvort hægt sé að draga úr opinberum eftirlitsgjöldum sem lögð eru á mjólkurframleiðsluna. Jafnframt lýsir landbúnaðarráðherra yfir vilja sínum til að láta kanna möguleika á samnýtingu greiðslumarks tveggja eða fleiri lögbýla.“
Í kjölfar þess að kúabændur gáfu eftir hluta á hækkunarþörf sinni á mjólk á liðnu hausti, samhliða öðrum aðgerðum ríkisvaldsins til lækkunar á matvælaverði, þá er enn frekar en áður ástæða að skoða möguleika á lækkun framleiðslukostnaðar kúabúa. Einn þáttur í því er að fylgja eftir umræddri viljayfirlýsingu.
Sem dæmi um innbyggðan kostnað í mjólkurframleiðslu eru hin ýmsu eftirlitsgjöld sem tekin eru víðsvegar í framleiðsluferlinu, má þar nefna eftirlitsgjald af cif-verði áburðar (0,25%), eftirlitsgjald af innfluttri sáðvöru (3,1%) og eftirlitsgjald af fóðurvöru 0,9%. Öll þess gjöld renna til Landbúnaðarstofnunar.
Að auki má nefna árlegt gjald vegna starfsleyfis og gjald til Vinnueftirlits ríkisins vegna dráttarvéla. Ýmis fleiri gjöld mætti nefna sem renna til opinberra aðila sem á einn eða annan hátt eiga sinn þátt í að framleiðslukostnaður í mjólkurframleiðslunni er eins hár og raun ber vitni.
Á sama hátt þarf að skoða í samstarfi við búgreinina hvaða möguleikar eru til að draga úr kostnaði við framleiðsluna. (Með breytingartillögu Þórólfs)
Þórólfur Sveinsson Ferjubakka, tók undir nauðsyn þess að taka þessa viljayfirlýsingu til skoðunar. Það gæti þó reynst erfitt í framkvæmd. Hann gerði tillögu um breytingu á síðasta málslið greinargerðarinnar.
Valdimar Guðjónsson Gaulverjabæ, sagðist styðja breytingartillögu Þórólfs. Kostir og gallar væru á þessu máli en á móti kæmi vandinn við að stækka það jarðnæði sem búin hefðu til umráða.
Skúli Einarsson Tannstaðabakka sagði nefndina fallast á breytingartillögu Þórólfs og
Tillaga 10 samþykkt samhljóða með breytingu Þórólfs.
Skúli Einarsson Tannstaðabakka gerði grein fyrir tillögu starfsnefndar 3. í máli 11
Tillaga 11.
Aðalfundur Landssambands kúabænda haldinn á Hótel kea 13. og 14. apríl 2007 skorar á Landbúnaðarstofnun og Bændasamtök Íslands að
Greinargerð:
Ljóst er að sláturhús skila ekki númerum af slátruðum gripum inn í Mark. Einnig hefur borið á því að skráningar í Ískú hafa ekki skilað sér inn. Þetta getur leitt til þess að felldir gripir eru áfram inni í kerfinu og jafnvel greiddar á þá gripagreiðslur. Eftirlit um að gripir séu merktir er ekki nægjanlegt.
Jóhann Nikulásson, Stóru Hildisey benti á að í máli 9 væri fjallað um sama mál og spurði hvort eitthvað mætti taka úr þeirri tillögu og sameina þær þannig.
Fundarstjóri beindi því til formanna nefndanna að skoða hvort þessar tvær tillögur mætti sameina en fallið var frá því.
Tillaga 11 samþykkt samhljóða.
Skúli Einarsson Tannstaðabakka mælti fyrir máli 12 frá starfsnefnd 3.
Tillaga 12.
Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn að Hótel KEA 13. og 14. apríl 2007, samþykkir að leita eftir breytingum á mjólkursamningi eins og meðfylgjandi tafla ber með sér:
Hlutfall gripagreiðslna verði:
Fjöldi kúa | Hlutfall óskertrar greiðslu |
1 – 120 | 100 % |
121 – 150 | 50 % |
151- 170 | 0 % |
Ákvæði samnings um skerðingu gripagreiðslna ef kúafjöldi fer yfir 170 standi óbreytt.
Þóróflur Sveinsson skýrði núgildandi ákvæði reglugerðar um gripagreiðslur um skerðingu. Hann sagði 100. mjaltaþjóninn væntalega verða tekinn í notkun á næsta ári og þegar væru nokkrir bændur með tvo mjaltaþjóna. Horft væri til þessa í framkominni tillögu. Engar breytingar væri verið að tala um á heildar fjármagni í þetta verkefni.
Jóhann Nikulásson Stóru –Hildisey, sagðist hugsi yfir þessum breytingum. Hann sagðist búast við að þeir sem hafa stækkað sín bú hefðu ekki reiknað með breytingum í þessa veru. Hann taldi eðlilegast annað hvort að halda sig við óbreyttar reglur eða afnema alfarið skerðingar.
Valdimar Sigmarsson, Sólheimum spurði hvað þetta þýddi í breytingum á gripagreiðslum fyrir minnstu búin sem með þessu fengju lægri gripagreiðslur.
Þórólfur Sveinsson, sagði tölulegar upplýsingar ekki fyrir hendi um áhrif þessara breytinga á minnstu búin. Hann sagði þetta vera pólitíska stefnumörkun en lýsti sig ósammála hugmyndum um að afnema skerðingarákvæði gagnvart stærri búunum.
Magnús Sigurðsson Hnjúki, sagðist ekki sjá rökin fyrir þessari breytingu, menn hafi vitað að hverju þeir ganga og taldi núverandi fyrirkomulag ákveðinn stuðning við fjölskyldubú. Hann kvaðst því vilja sjá það áfram óbreytt.
Birna Þorsteinsdóttir spurði um í hverju álitamál fælust.
Þórólfur Sveinsson sagði þau koma upp þegar einhvers konar afbrigði af samrekstri eða félagsbúi er að ræða. Ástæðan fyrir að þessi tillaga er komin fram er sú staðreynd að búin sem hafa byggst upp á síðustu árum eru mun stærri en áður. Á sama tíma er verið að
Sigmundur H. Sigmundsson Látrum lýsti sig andvígan svo miklum breytingum en hefði getað fallist á að skerðingarmörk yrðu færð upp í sem svarar til bústærðar með einum mjaltaþjóni.
Afgreiðslu tillögunnar frestað og nefndin tók hana til frekari skoðunar.
Skúli Einarsson Tannstaðabakka gerði grein fyrir svofelldri breytingu nefndarinnar á tillögu 12.
Hlutfall gripagreiðslna verði:
Fjöldi kúa | Hlutfall óskertrar greiðslu |
1 – 80 | 100 % |
81 – 120 | 50 % |
121- 170 | 0 % |
Breytingartillaga tekin til afgreiðslu
Samþykkir voru 16.
Andvígir voru 6.
Breytingartillagan samþykkt.
Tillagan með áorðnum breytingum þá borin upp.
Samþykkir voru 18
Andvígir voru 5
Tillagan þannig samþykkt með 18 atkvæðum gegn fimm.
Skúli Einarsson Tannstaðabakka gerði grein fyrir niðurstöðu starfsnefndar 3 í máli nr. 18.
Tillaga 13.
Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn að Hótel KEA 13. og 14. apríl 2007, felur samninganefnd bænda að leita eftir samkomulagi við ríkisvaldið um eftirfarandi áhersluatriði við útfærslu á fyrirkomulagi þess hluta ríkisstuðnings sem ætlað var að yrði minna markaðstruflandi: Verðlagsárið 2007/2008 verði umræddur stuðningur greiddur sem beingreiðslur á mjólkurframleiðslu. Jafnframt verði hafinn undirbúningur að ráðstöfun umrædds stuðnings næsta ár og þá gert ráð fyrir að 30 milljónum verði varið til jarðræktarverkefna það ár.
Þórólfur Sveinsson Ferjubakka, sagði hér verið að fylgja eftir ályktun aðalfundar LK 2005. Samninganefnd bænda hefur fundað tvisvar en ekki hefur tekist að ná fundi ráðherra um málið en vonast er til að leiða megi málið til lykta fyrir komandi alþingiskosningar. Það að færa allt þetta fé á beingreiðslur er háð því að leysa megi þróunarsjóð nautgriparæktarinnar með öðrum hætti. Þar sem það er ekki fast í hendi gæti komi til þess að aðeins hluti þessarar upphæðar gæti orðið að beingreiðslum. Varðandi jarðræktarverkefnið sagði hann 15 milljónir vera til ráðstöfunar frá sauðfjárræktinni og 13 milljónir frá búnaðarsamningi. Óvíst er hvernig að þessu verður staðið þegar til kemur og etv. engin önnur leið en að láta reyna á hvort þetta gengur. Verðlagsárið 2008/2009 verði áfram reynt að halda fjármunum í beingreiðslum umfram það sem samningurinn gerir ráð fyrir. Þannig verði reynt að lágmarka skerðingu beingreiðslna eins og hægt er.
Magnús Hannesson Eystri Leirárgörðum, taldi vanta meiri skýringar á hvaða jarðræktarverkefni hér væri um að ræða. Hann spurði hvort hluti þess fjár sem þarna um ræðir mætti ekki fara í sæðingastarfsseminnar. Hann sagðist ekki sáttur við tillöguna.
Jóhannes Jónsson Espihóli, lagði fram breytingartillögu við síðustu setninguna þannig að í stað orðanna næsta ár, komi: verðlagsárið 2008/2009.
Þórólfur Sveinsson Ferjubakka, sagði að rætt hefði verið að stofn að styrkhæfu ræktunarlandi væri brotið land. Þannig myndi endurræktun, grænfóðurræktun og kornrækt félli undir þetta. Ljóst þarf að vera með all nokkrum fyrirvara hvernig þetta verður útfært. Aðrir möguleikar eru að sjálfsögðu inni s.s. sæðingastarfssemi og flutningskostnaður á mjólk.
Magnús Hannesson lagði til að síðasti málsliður tillögunnar félli niður.
Breytingartillagan felld með þorra atkvæða gegn 2.
Tillaga 13 síðan borin upp með orðalagsbreytingu Jóhannesar Jónssonar.
Samþykkt með þorra atkvæða gegn einu.
Skúli Einarsson Tannstaðabakka mælti fyrir tillögu 20 frá starfsnefnd 3.
Tillaga 14
Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn að Hótel KEA 13. og 14. apríl 2007 beinir því til stjórnar LK að vinna að því að sett verði lög sem komi í veg fyrir að matvörur séu seldar undir kostnaðarverði á smásölumarkaði.
Greinargerð:
Íslensk matvælaframleiðsla er agnarsmá í alþjóðarlegum samanburði og því nauðsynlegt fyrir innlenda framleiðendur, að uppi séu lög og reglur er komi í veg fyrir undirboð sem eru til þess fallin að ná undir sig markaði.
Samþykkt samhljóða.
Skúli Einarsson Tannstaðabakka mælti fyrir máli 23.
Tillaga 15.
Aðalfundur LK haldinn á Akureyri dagana 13. og 14. apríl 2007 samþykkir að beina því til stjórnar að hún vinni að því að skipuð verði fagleg nefnd er hafi það hlutverk að
Greinagerð:
Á síðustu árum hefur vaxið mjög eftirlit með ýmsum framleiðslugreinum landbúnaðar með tilheyrandi gjaldtöku. Nokkuð skortir á að samræmi sé í verklagi og gjaldtöku eftir því hvar er á landinu. Það er í hróplegu ósamræmi við háværar kröfur um lækkandi matarverð að kostnaður bænda af þessu eftirliti hafi hækkað svo gríðarlega á síðustu árum sem raun ber vitni.
Samþykkt með þorra greiddra atkvæða.
Jóhann Nikulásson Stóru-Hildisey gerði grein fyrir niðurstöðum starfsnefndar 4. Nefndin afgreiddi ekki mál nr. 5 um samþykktir LK. Tillögurnar voru ekki sendar út með fundargögnum og því ekki búið að kynna með nægum fyrirvara. Nefndin skilaði ekki tveimur öðrum málum.
Tillaga 16.
Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn á Akureyri 13. og 14. apríl 2007, beinir því til stjórnar, að kanna kosti þess að miðað verði við blautvigt í verðlagningu nautgripakjöts til framleiðenda.
Greinargerð.
Sú regla hefur verið í gildi að miða við 3% rýrnun falla af nautgripum frá blautvigtun við slátrun þegar greiðsluvirði þeirra er reiknað. Reynslan virðist hinsvegar sú að þessi rýrnun sé afar mismunandi eftir sláturhúsum og getur þar munað talsverðum upphæðum í virði fallanna. Sú spurning er því áleitin hvort ekki sé rétt að verðlagning nautgripafalla miðist við blautvigtun.
Samþykkt með þorra greiddra atkvæða.
Tillaga 17.
Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn á Akureyri 13. og 14. apríl 2007 beinir því til stjórnar LK að beita sér fyrir því að innlend búvöruframleiðsla verði á skýran og augljósan hátt aðgreind frá innfluttum afurðum með lögverndaðri og samræmdri merkingu. Eðlilegt er einnig að
Gunnar Einarsson Túnsbergi, sagði að íslensk garðyrkja hafi merkt sína framleiðslu með merki í fánalitunum. Fram að þessu hefur þetta ekki snúið í sama mæli að öðrum búgreinum. Hann hvatti til að reynt yrði að ná samstarfi við garðyrkjubændur um samræmda merkingu.
Sigurgeir Hreinsson Hríshóli, sagðist styðja tillöguna.
Samþykkt samhljóða.
Tillaga 18.
Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn á Akureyri 13. og 14. apríl 2007 gerir þá kröfu til stjórnvalda að heilbrigðiskröfur til innfluttra landbúnaðarvara séu eigi lakari en þær kröfur sem gerðar eru til innlendrar framleiðslu.
Samþykkt samhljóða.
Gauti Halldórsson Grænalæk, mælti fyrir tillögu 26 frá starfsnefnd 4.
Tillaga 19.
Aðalfundur Landsambands Kúabænda haldinn á Akureyri 13. og 14. apríl 2007 beinir því til stjórnar LK að innihald hráefna til kjarnfóðurgerðar á innfluttu sem innlendu kjarnfóðri verði kannað til hlítar með það fyrir augum að gæta að sérstöðu og hreinleika landbúnaðarframleiðslu.
Samþykkt samhljóða.
Magnús Hannesson Eystri-Leirárgörðum kynnti tillögu starfsnefndar 4 um laun og þóknanir til formanns, stjórnar LK, aðalfundarfulltrúa og annarra kjörinna trúnaðarmanna.
Tillaga 20.
Formaður: | | | Mánuður | Ár | | | |
Föst laun | | | | 120.000 | 1.440.000 | | |
Greitt fyrir aðstöðu, tölvu og heimasíma | 0 | 0 | | | |||
| | | | 120.000 | 1.440.000 | | |
Greiddir dagpeningar og ferðakostnaður fyrir einstaka fundi | | | | | |||
| | | | | | | |
Aðrir stjórnarmenn: | | | | | | | |
Föst laun | | | | 30.000 | 360.000 | | |
Greitt fyrir aðstöðu, tölvu og heimasíma | 0 | 0 | | | |||
| | | | | 360.000 | | |
Dagpeningar og ferðakostnaður greiddir fyrir einstaka fundi | | | | | |||
| | | | | | | |
Aðalfundarfulltrúar: | | | | | | ||
Greidd verði ákveðin þóknun fyrir fundadaga, 14.000- á dag. | |||||||
Greiddir verði dagpeningar og ferðakostnaður fyrir funda- og ferðadaga. | | | | ||||
Fulltrúar greiði sjálfir allan kostnað, gistingu og árshátíð. | | | |||||
Skoðunarmenn | | | | | | | |
Fá greidda dagpeninga og ferðakostnað. | | | | | | | |
| | | | | | | |
Ef stjórnarmaður eða búnaðarþingsfulltrúi er ekki kjörinn fulltrúi á aðalfundi LK, | |||||||
fær viðkomandi sömu greiðslu v. setu á aðalfundi og kjörnir fulltrúar. | |
Þórólfur Sveinson sagði núverandi viðmiðun vera frá árinu 2002. Hugtakið mjólkurverð hefur hins vegar breyst verulega frá þeim tíma. Lítið er orðið um ólaunaða vinnu og verið er að koma til móts við það sjónarmið.
Samþykkt samhljóða.
Ársreikningur LK árið 2006, tillaga 21.
Magnús Hannesson Eystri-Leirárgörðum gerði grein fyrir umfjöllun starfsnefndar 4 um ársreikning LK 2006. Nefndin gerir ekki athugasemdir við ársreikninginn og leggur til að hann verði samþykktur.
Reikningarnir samþykktir samhljóða.
Magnús Hannesson Eystri-Leirárgörðum kynnti tillögu starfsnefndar 4. Nefndin beinir því til stjórnar að ársreikningur verði sendur út með aðalfundargögnum og kynntir í kjölfar skýrslu stjórnar og afgreiddir.
Samþykkt samhljóða.
Fjárhagsáætlun LK, tillaga 22.
Magnús Hannesson Eystri-Leirárgörðum kynnti fjárhagsáætlun LK fyrir árið 2007. Tekjur áætlaðar kr. 48.905.000 kr og gjöld 42.305.000. Afkoma ársins verði því jákvæð um 6,6 milljónir króna.
Fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða.
- Kosningar
Magnús Sigurðsson Hnjúki, formaður uppstillinganefndar gerði grein fyrir tillögum nefndarinnar.
Tillaga nefndarinnar um formann til eins árs, Þórólfur Sveinsson Ferjubakka.
Þórólfur Sveinsson hlaut 32 atkv. Einn seðill var auður.
Tillaga uppstillingarnefndar um 4 menn í stjórn til eins árs.
Sigurður Loftsson Steinsholti
Guðný Helga Björnsdóttir Bessastöðum
Jóhann Nikulásson Stóru-Hildisey
Kosningu hlutu:
Sigurður Loftsson Steinsholti, 32 atkv.
Guðný Helga Björnsdóttir Bessastöðum 32 atkv.
Jóhann Nikulásson Stóru-Hildisey 28 atkv.
Aðrir fengu færri atkvæði.
Tillaga uppstillinganefndar um varamenn:
1. varamaður Gunnar Jónsson Egilsstöðum
2. varamaður Guðrún Lárusdóttir Keldudal.
Kosningu hlutu:
1. varamaður Gunnar Jónsson Egilsstöðum.
2. varamaður Guðrún Lárusdóttir Keldudal.
Kosning skoðunarmanna.
Tillaga uppstillingarnefndar um skoðunarmenn.
Katrín Birna Viðarsdóttir Ásólfsskála
Kosningu hlutu:
Katrín Birna Viðarsdóttir Ásólfsskála.
Varaskoðunarmenn.
Tillaga uppstillingarnefndar
Valdimar Guðjónsson Gaulverjabæ.
Kosningu hlaut Valdimar Guðjónsson Gaulverjabæ.
Kosning endurskoðenda:
Tillaga uppstillingarnefndar
Hólmgrímur Bjarnason Deloitte
Kosningu hlaut Hólmgrímur Bjarnason Deloitte.
- Önnur mál
Egill Sigurðsson Berustöðum, óskaði nýrri stjórn velfarnaðar og þakkaði samsarfið í stjórn sl. 7 ár. Hann hvatti stjórn til að halda vel á hagsmunum greinarinnar. Hann þakkaði fundarmönnum og óskaði þeim góðrar heimferðar.
Jóhann Nikulásson Stóru-Hildisey, þakkaði traust sem honum hefði verið sýnt með kosningu í stjórn.
Jóhannes Jónsson Espihóli þakkaði samstarfið í stjórn LK sl. 5 ár, þetta hefði verið lærdómsríkur og skemmtilegur tími og góð samstaða hefði verið.
Stefán Magnússon Fagraskógi þakkaði fráfarandi stjórnarmönnum vel unnin störf og óskaði nýjum stjórnarmönnum velfarnaðar. Einnig þakkaði hann fundarstjórum góða fundarstjórn og fundarmönnum ánægjulegan og góðan fund. Hann óskaði fundarmönnum góðrar skemmtunar á árshátíð.
Sigurður Loftsson Steinsholti þakkaði góða endurkosningu í stjórn og fráfarandi stjórnarmönnum fyrir samstarfið.
Jón Gíslason Lundi þakkaði fráfarandi stjórnarmönnum góð störf. Hann rifjaði sérstaklega upp að þeir Egill og hann hefðu fyrst sést á fyrsta aðalfundi LK fyrir 21 ári. Hann þakkaði síðan ánægjulegan fund.
Fundarstjórar og fundarritari munu ganga frá fundargerð og verður hún síðan send þingfulltrúum í tölvupósti. Fundarstjóri þakkaði fundarmönnum góða fundarsetu.
Þórólfur Sveinsson Ferjubakka þakkaði traust í sinn garð sem og annarra stjórnarmanna. Hann þakkaði fulltrúum fundarstjórum og riturum fyrir fundinn. Hann sagði fundardagana hafa verið góða, fulltrúar hefðu komið til þeirra af heilindum og vel hefði verið unnið. Hann bauð nýja stjórnarmenn velkomna til starfa og þakkaði fráfarandi stjórnarmönnum samstarfið. Hann þakkaði einnig Magnúsi Hannessyni störf sem skoðunarmanni og Baldri og Elínu fyrir umsjón með skrifstofu fundarins. Formaður sleit síðan fundi kl. 18.00.