Fundargerð 1. stjórnarfundar LK á nýju starfsári
02.05.2016
Nýkjörin stjórn Landssambands kúabænda fundaði í fyrsta sinn á nýhöfnu starfsári miðvikudaginn 20. apríl sl. Á fundinum var m.a. kosið í embætti innan stjórnar og fór kosningin þannig að Pétur Diðriksson var kjörinn varaformaður og Elín Heiða Valsdóttir var kjörin ritari. Arnar Árason tekur sæti í framkvæmdanefnd búvörusamninga og verðlagsnefnd búvara fyrir hönd samtakanna. Til setu í Samstarfsnefnd SAM og BÍ ákvað stjórn að tilnefna Samúel U. Eyjólfsson sem fulltrúa LK. Jafnframt ákvað stjórn að fulltrúar LK í fagráði í nautgriparækt yrðu Guðný Helga Björnsdóttir, Bessastöðum, Þórarinn Leifsson, Keldudal og Pétur Diðriksson, Helgavatni. Fulltrúar BÍ í fagráði eru Gunnar Kr. Eiríksson, Túnsbergi og Guðmundur Jóhannesson, ábyrgðarmaður nautgriparæktar hjá RML. Þá lagði stjórn LK til að framkvæmdastjóri yrði áfram fulltrúi LK í fræðslunefnd mjólkuriðnaðarins./BHB