
Fundað um EUROP í Eyjafirði
18.10.2017
Í gærkvöldi (mánudagskvöld) var haldinn fundur um stöðuna í EUROP-kjötmatinu á Hótel Natur sem er til húsa á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd. Fundurinn var haldinn sameiginlega af Félagi eyfirskra kúabænda og Félagi þingeyskra kúabænda.
Framsögu héldu:
Sigurgeir B. Hreinsson, framkvæmdastjóri BSE, sem fór stuttlega yfir forsögu þess að Europ-matið er tekið upp.
Axel Kárason, settur framkvæmdastjóri LK, sem kynnti úrdrátt úr nýútkominni skýrslu er varðar verðbreytingar til bænda samkvæmt Europ verðskrá kjötafurðastöðvar KS.
Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska, sem sagði frá því að Norðlenska hefur verið að flokka innlegg eftir gamla matinu og því nýja samhliða síðan í júlí, og kynnti niðurstöður úr því. Einnig fór hann yfir hvernig hann sæi fyrir sér þróunina á ýmsum sviðum fyrir nautakjötsmarkaðinn, og hverjar væru framtíðaráætlanir Norðlenska.
Að loknum framsögum og spurningum þeim tengdum var umræðum haldið áfram yfir hressingu.
Myndina tók Arnar Árnason