Beint í efni

Fulltrúar bænda funduðu með landbúnaðarráðherra í dag

01.09.2003

Í dag funduðu fulltrúar bænda með landbúnaðarráðherra, þar sem rætt var um erfiða stöðu nautakjötsframleiðslunnar. Á fundinum var skýrt frá stöðu mála, sem og þróunarhorfum í greininni við óbreytt ástand. Engin niðurstaða náðist á fundinum, en áfram verður unnið að því að tryggja framleiðslu á úrvals nautakjöti hérlendis.