Beint í efni

Fulltrúafundur MBF samþykkti einróma

05.04.2005

Í dag var kosið um sameiningu MS og MBF á fulltrúafundi MBF. Sameining fyrirtækjanna var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og er því orðið ljóst að af sameiningu fyrirtækjanna verður. Á fundi allra fulltrúa MS, sem haldinn verður 12. apríl nk., verður Mjólkursamsölunni formlega slitið og er stefnt að stofnfundi hins nýja sameinaða fyrirtækis 29. apríl nk.