Fulltrúafundur Landssambands kúabænda 24. nóvember n.k.
13.11.2015
Stjórn Landssambands kúabænda hefur boðað til fulltrúafundar Landssambands kúabænda, á Hótel Sögu í Reykjavík þriðjudaginn 24. nóvember n.k. frá kl. 11.00-17.00. Dagskrá fundarins er svohljóðandi:
1. Fundarsetning og kosning starfsmanna fundarins.
2. Kynning á tillögum að grunnþáttum nýrra samninga um starfsskilyrði nautgriparæktarinnar og umræður um þær.
3. Önnur mál.
Fundur þessi er boðaður skv. 6. grein samþykkta Landssambands kúabænda en þar segir: Aukafund skal halda þyki stjórn LK sérstök nauðsyn bera til og jafnan þegar aðildarfélög, eitt eða fleiri, með samtals a.m.k ¼ félagatölu LK, óska þess, enda sé þá fundarefni tilgreint. Aukafund skal boða með minnst 7 daga fyrirvara. Um rétt til fundarsetu á aukafundum gilda sömu reglur og á aðalfundi.
Markmið fundarins er að kynna tillögur samningsaðila að grunnþáttum nýrra samninga um starfsskilyrði nautgriparæktarinnar og fá fram sjónarmið aðalfundarfulltrúa gagnvart þeim. Í kjölfar fundarins er stefnt að fjórum kynningarfundum með bændum um þessar tillögur, einum fundi í hverjum landsfjórðungi. Þegar samningum verður lokið, eru fyrirhuguð ítarlegri fundahöld til að kynna niðurstöðuna./BHB