Beint í efni

Fullt afurðastöðvaverð fyrir alla umframmjólk

20.02.2007

Á fundi stjórnar Mjólkursamsölunnar ehf., sem haldinn var 19. febrúar s.l., var ákveðið að greiða fullt afurðastöðvaverð fyrir alla móttekna umframmjólk á yfirstandandi verðlagsári 2006/2007.

Greiðslur fyrir umframmjólk munu því fara með reglubundnum hætti – þ.e. 10. hvers mánaðar fyrir innlagða mjólk fyrri mánaðar.  Innan skamms verður sent út bréf til mjólkurframleiðenda þessa efnis.

 

 

Ástæður þessarar ákvörðunar eru að miðað við þær áætlanir sem fyrir liggja, mun mjólkuriðnaðurinn með þessu ná því jafnvægi í birgðastöðu mjólkur sem stefnt hefur verið að.  Jafnframt er jákvæð þróun í sölu mjólkurvara um þessar mundir, auk þess sem tilraunaverkefni í útflutningi lofar góðu og því nauðsynlegt að hafa svigrúm til að fylgja því verkefni eftir.