Beint í efni

Frumvarpi til breytinga á búvörulögum dreift á Alþingi

11.06.2010

Frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til breytinga á búvörulögum hefur verið tekið til þinglegrar meðferðar, eins og sjá má hér. Snýr frumvarpið að forgangi greiðslumarksmjólkur að innanlandsmarkaði, ásamt starfsskilyrðum heimavinnsluaðila í mjólkurframleiðslu.

Hér er um að ræða afar brýnt hagsmunamál kúabænda. Fagnar LK framlagningu frumvarpsins og vonast eftir því að það fái vandaða meðferð og afgreiðslu á Alþingi.

 

Hér má sjá minnisblað stjórnar LK vegna þessa máls frá því í janúar sl. þar sem helstu sjónarmið samtakanna vegna málsins eru reifuð.