
Frumvarp um breytingu á starfsumhverfi mjólkuriðnaðarins lagt fram í dag
31.01.2018
Í dag verður tekið til til umræðu nýtt frumvarp um breytingu á búvörulögum og búnaðarlögum er snýr að undanþágum frá ákvæðum samkeppnislaga, verðjöfnunargjöldum o.fl. Frumvarpið er byggt á frumvarpi sem kynnt á vef ráðuneytisins síðastliðið sumar og er nú lagt fram af þingmönnum Viðreisnar þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, er fyrsti flutningsmaður.
Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að felld verði út heimild til verðlagningar mjólkurvara á heildsölustigi, felld verði út heimild til að gera framleiðnikröfur á afurðastöðvar, felld verði út heimild til verðtilfærslu milli tiltekinna afurða. Takmarkað og skilyrt undanþáguákvæði um heimild til samstarfs er einnig felld út. Auk þessara breytinga eru lagðar til viðbótarkröfur um skýrsluhald bænda.