Frumutölureglur hertar í Bandaríkjunum
21.06.2010
Í október munu nýjar frumutölureglur taka gildi í Bandaríkjunum, þegar kröfur verðar lækkaðar úr 750.000 frumum/ml í 400.000 frumur/ml. Þetta gildir þó eingöngu á kúabúum sem framleiða mjólk fyrir Evrópumarkað. Þau bú sem framleiða mjólk fyrir Bandaríkjamarkað geta áfram framleitt mjólk af áþekkum gæðum og voru hér á landi fyrir árið
1998, þegar gæðakröfur voru hertar.
Ástæðan fyrir því að reglurnar hafa verið hertar er gildistaka sérstakra reglna í Evrópusambandinu þess efnis að allar innfluttar vörur þurfi að uppfylla sömu gæðakröfur og sambærilegar vörur framleiddar í Evrópusambandinu.
Þessar kröfur eru all óvenjulegar í milliríkjaviðskiptum en hafa samþykki WTO, en WTO hefur einmitt í fleiri áratugi ekki viljað samþykkja aðrar kröfur um lágmarksgæði vara í milliríkjaviðskiptum en lúta að gæðum gagnvart heilsu mannfólks. Þessi breyting í alþjóðaviðskiptum gæti því átt eftir að leiða til mun meiri vöruvöndunar en nú er tíðkuð, enda með þessari aðgerð vísað til dýravelferðar og almennra vinnubragða á kúabúum.
Þrátt fyrir all langan aðdraganda þessa máls (frá 2004) tókst bandarísku matvælastofnuninni (USDA) einhvernveginn að klúðra málinu þannig að það gleymdist að láta bandaríska kúabændur vita af breytingunni í tíma. Það var ekki fyrr en fyrir nokkrum mánuðum að það rann upp fyrir kúabændum vestanhafs að líklega yrði lokað á útflutning þeirra síðar á árinu. Allar líkur eru því á því að ekki takist að framleiða næga mjólk í útflutninginn, amk. til þess að byrja með, með tilheyrandi óvissu á erlendum mörkuðum og væntanlega hækkandi verði útflutningsafurða.
Heimild: DIN 22(4)