Frumutölumælingar í fjósum bænda orðnar að veruleika
19.11.2002
Á landbúnaðarsýningunni Euro Tier hreptu mjaltatækja- og innréttingaaðilar Evrópu verðlaunasætin í ár. Einna mesta athygli vakti nýr mælir frá DeLaval sem getur mælt frumutölu úr einstökum júgurhlutum á staðnum, þ.e. í fjósunum. Enn er þó ekki hægt að beintengja tækið við mjaltatækin, en unnið er að lausn málsins.
Tækið er fyrst og fremst ætlað þeim sem vinna við ráðgjöf varðandi mjólkurgæði og má í ljósi hagræðinga við mælingar búast við því að hérlend mjólkursamlög muni innan tíðar eignast svona frumutölumælingatæki.
Á sýningunni vöktu ekki síður athygli ný gúmmíefni frá Kraiburg og Spinder sem bæði eru til að setja á gólf og gera undirlag kúnna betra, séð frá dýravelferðarsjónarmiðum.
Heimild: Boviologisk 11/02