Beint í efni

Frumutala mjólkur lækkar og lækkar

16.02.2004

Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknastofu mjólkuriðnaðarins heldur frumutala mjólkur áfram að lækka, en um mitt síðasta ár var sett ný reglugerð um mjólkurgæði, sem gerði enn harðari kröfur til kúabænda en áður. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, var meðalfrumutala mjólkur lægri en 300 þúsund allt árið 2003, sem er í fyrsta skipti frá upphafi mælinga. Árið 2004 fer jafnframt vel af stað, en meðalfrumutala mjólkur í janúar var 235 þús. Smelltu á myndina til að skoða þróunina í frumutölu mjólkur.