Beint í efni

Frumutala mjólkur lækkar lítillega og prótein einnig

15.08.2003

Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarstofu mjólkuriðnaðarins hefur frumutala mjólkur lækkað lítillega það sem af er árinu miðað við sömu mánuði árið á undan. Frumutala í júlí sl. var þannig 269 þúsund frumu/ml. en var árið áður 282 þúsund frumur/ml. (margfeldismeðaltal)*. Meðaltal fyrstu sjö mánaði ársins er 235 þúsund frumur/ml. á móti 237 þúsund frumum/ml. sömu mánuði árið áður*. Sem fyrr eru vetrarmánuðirnir mun lægri en sumarmánuðirnir.

 

Þá kemur fram í gögnum RM að fyrstu sjö mánuðina hefur fitu- og próteinhlutfall mjólkur verið mjög breytilegt (sjá töflu) en meðaltal ársins í ár sýnir þó sama hlutfall fitu og árið á undan. Próteinhlutfall mjólkurinnar er hinsvegar lægra í ár en samanburðarmánuðina árið á undan.

 

 

  FITA (%)      

  PRÓTEIN (%)

 

2002

2003

2002

2003

 Janúar  3,84  3,90  3,31  3,31
 Febrúar  3,92  3,90  3,34  3,29
 Mars  3,94  3,88  3,35  3,29
 Apríl  3,92  3,91  3,34  3,29
 Maí  3,92  3,99  3,31  3,26
 Júní  4,16  4,17  3,29  3,24
 Júlí  4,19  4,10  3,31  3,27
 Meðaltal  3,98  3,98  3,32  3,28

 

 * ATH. tölur vegna 2002 (júní og júlí) eru áætlaðar