Frumutala mjólkur lækkar lítillega og prótein einnig
15.08.2003
Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarstofu mjólkuriðnaðarins hefur frumutala mjólkur lækkað lítillega það sem af er árinu miðað við sömu mánuði árið á undan. Frumutala í júlí sl. var þannig 269 þúsund frumu/ml. en var árið áður 282 þúsund frumur/ml. (margfeldismeðaltal)*. Meðaltal fyrstu sjö mánaði ársins er 235 þúsund frumur/ml. á móti 237 þúsund frumum/ml. sömu mánuði árið áður*. Sem fyrr eru vetrarmánuðirnir mun lægri en sumarmánuðirnir.
Þá kemur fram í gögnum RM að fyrstu sjö mánuðina hefur fitu- og próteinhlutfall mjólkur verið mjög breytilegt (sjá töflu) en meðaltal ársins í ár sýnir þó sama hlutfall fitu og árið á undan. Próteinhlutfall mjólkurinnar er hinsvegar lægra í ár en samanburðarmánuðina árið á undan.
FITA (%) | PRÓTEIN (%) | |||
| 2002 | 2003 | 2002 | 2003 |
Janúar | 3,84 | 3,90 | 3,31 | 3,31 |
Febrúar | 3,92 | 3,90 | 3,34 | 3,29 |
Mars | 3,94 | 3,88 | 3,35 | 3,29 |
Apríl | 3,92 | 3,91 | 3,34 | 3,29 |
Maí | 3,92 | 3,99 | 3,31 | 3,26 |
Júní | 4,16 | 4,17 | 3,29 | 3,24 |
Júlí | 4,19 | 4,10 | 3,31 | 3,27 |
Meðaltal | 3,98 | 3,98 | 3,32 | 3,28 |
* ATH. tölur vegna 2002 (júní og júlí) eru áætlaðar