Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Frischli og Wiesehoff sameina sölusviðin

20.12.2016

Það er ekki víst að margir kannist við afurðafélögin Frischli Milchwerke og Sahnemolkerei H. Wiesehoff en þetta eru þýsk félög með sameiginlega veltu í kringum 60 milljarða íslenskra króna. Frischli er mun þekktara félag en það er sérhæft í framleiðslu á G-vörum og mjólkurdufti og er með þrjár vinnslustöðvar í Þýskalandi og er eitt og sér með veltu í kringum 50 milljarða króna. Wiesehoff félagið hefur hins vegar að mestu verið á ferskvörumarkaði fyrir stóreldhús.

Þrátt fyrir myndarlegar veltutölur, eru þetta í raun smáfyrirtæki í alþjóðlegum samanburði. Nú hafa forsvarsmenn félaganna tveggja því ákveðið að steypa saman sölu- og markaðssviðum þeirra til þess að styrkja stöðuna gagnvart hinum stóru aðilum á þýska markaðinum. Ekki er um samruna að ræða heldur virkt samstarf, sem hefur þó eignatengingu líka þar sem Frichli kaupir lítinn hlut í Wiesehoff þegar sölu- og markaðssviðin verða sameinuð/SS.