Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

FrieslandCampina sker niður

27.04.2016

Stjórn hollenska félagsins FrieslandCampina hefur nú tekið ákvörðun um að leggja niður 40 störf í afurðastöðvum félagins í Lochem og Veghel. Skýringin felst í því að stjórnendum félagsins hefur tekist að stórbæta nýtingu framleiðslutækjanna með þeim afleiðingum að nú losnar um störf nokkurra starfsmanna. Er þessi ráðstöfun sögð nauðsynleg til þess að mæta lágu verði mjólkurvara.

 

Þó svo að það sé vissulega erfitt að kveðja 40 starfsmenn er þó um tiltölulega lágt hlufall að ræða en í Lochem vinna nú um 220 starfsmenn en þar er aðallega framleitt mjólkurduft og smjör. Í Veghel starfa mun fleiri eða um 510 manns en afurðastöðin þar er sérhæfð í vinnslu á verðmætaefnum úr mjólk s.s. hreinsuðum mysupróteinum svo dæmi sé tekið/SS.