Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

FrieslandCampina herðir kröfurnar

30.10.2015

Hollenska samvinnufélagið FrieslandCampina hefur nú fetað í fótspor afurðafélagsins Arla og sett fram hertar kröfur til þeirra kúabúa sem leggja inn mjólk hjá félaginu. Með þessari aðgerð vonast forsvarsmenn félagsins að hægt verði að standa betur að markaðssetningu mjólkurvara félagsins vegna betri ímyndar þar sem hinar hertu kröfur lúta að dýravelferðar- og umhverfismálum.

 

Það færist í aukana að afurðafélög geri orðið mun strangari kröfur til þeirra kúabúa sem leggja inn mjólk hjá þeim en t.d. hið opinbera, en oftast lúta slík atriði að umgengnismálum eins og snyrtimennsku, þrifum og öðru slíku sem opinberir aðilar eru sjaldnast að skipta sér af. Líkt og hjá Arla bregður þó svo við að FrieslandCampina gerir ekki einungis kröfu um að búin séu snyrtileg bæði að utan sem innan, heldur að einnig að t.d. aðbúnaður kálfa og geldneyta sé betri en reglugerðir segja til um. Þá gerir félagið einnig meiri kröfur til innleggjenda sinna en t.d. Evrópusambandið varðandi lyfjanotkun. Hinar nýju reglur munu taka gildi á næsta ári/SS.