Beint í efni

FrieslandCampina heldur áfram

28.02.2012

Hið hollenska samvinnufélag framleiðenda, FrieslandCampina, heldur ótrautt áfram að styrkja stöðu sína á heimsmarkaði með mjólkurafurðir. Nú hafa forsvarsmenn félagsins tilkynnt um kaup á 80% hlutafjár í afurðafélögunum Imlek og Mlekara Subotica en bæði þessi félög eru með sterka markaðsstöðu í löndunum við Balkanskaga í Suðaustur-Evrópu.

 

Imlek rekur afurðavinnslu í Serbíu, Svartfjallalandi, Bosníu og Hersegóvínu og Makedóníu. Félagið er sérstaklega sterkt í drykkjarmjólk, jógúrtframleiðslu, rjóma og ostum en Mlekara Subotica, sem er með stærstan hluta vinnslu sinnar í Serbíu, er meira í grunnframleiðslu mjólkurvara. Fyrir var FrieslandCampinas með öfluga starfsemi í Ungverjalandi, Rúmeníu og Grikklandi og með kaupunum fær félagið aðgengi að 76 milljón manna mörkuðum í heild. Félagið mun, að frágengnum kaupunum, reka í löndunum við Balkanskaga alls 14 afurðastövðar og vera þar með um 4.000 starfsmenn/SS.