Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

FrieslandCampina heldur áfram

28.02.2012

Hið hollenska samvinnufélag framleiðenda, FrieslandCampina, heldur ótrautt áfram að styrkja stöðu sína á heimsmarkaði með mjólkurafurðir. Nú hafa forsvarsmenn félagsins tilkynnt um kaup á 80% hlutafjár í afurðafélögunum Imlek og Mlekara Subotica en bæði þessi félög eru með sterka markaðsstöðu í löndunum við Balkanskaga í Suðaustur-Evrópu.

 

Imlek rekur afurðavinnslu í Serbíu, Svartfjallalandi, Bosníu og Hersegóvínu og Makedóníu. Félagið er sérstaklega sterkt í drykkjarmjólk, jógúrtframleiðslu, rjóma og ostum en Mlekara Subotica, sem er með stærstan hluta vinnslu sinnar í Serbíu, er meira í grunnframleiðslu mjólkurvara. Fyrir var FrieslandCampinas með öfluga starfsemi í Ungverjalandi, Rúmeníu og Grikklandi og með kaupunum fær félagið aðgengi að 76 milljón manna mörkuðum í heild. Félagið mun, að frágengnum kaupunum, reka í löndunum við Balkanskaga alls 14 afurðastövðar og vera þar með um 4.000 starfsmenn/SS.