
FrieslandCampina eykur sérhæfinguna
03.06.2019
Hollenska afurðafélagið FrieslandCampina hefur nú tekið stefnuna á aukna sérhæfingu en fyrir páska seldi félagið frá sér dótturfyrirtækið Creamy Creation í Rijkevoort. Eins og hið enska nafn fyrirtækisins ber með sér og einhverjir kannast mögulega við þá er það sérhæft í framleiðslu á rjómalíkjör. Alls starfa 84 hjá þessu fyrirtæki og halda þeir áfram hjá nýjum eigenda sem er fjárfestingasjóðurinn Wagram Equity Partners.
Á sama tíma keypti félagið svo fyrirtækið Zijerveld en það er sérhæft vinnslufyrirtæki sem sér um að sneiða niður osta og pakka. Hjá þessu fyrirtæki starfa um 80 manns sem FrieslandCampina tekur yfir. Í tilkynningu um söluna og kaupin segir að félagið sér með þessum aðgerðum að auka sérhæfinguna en um leið sveigjanleika með því að geta bætt þjónustu félagsins við viðskiptavini þess/SS.