Beint í efni

Fréttir frá Fagráði í hrossarækt

17.01.2011

Fundur var haldinn í Fagráði í hrossarækt þann 17. desember síðastliðinn, að vanda var margt tekið þar til umræðu en fundargerðir fagráðs eru aðgengilegar á hrossaræktarvef BÍ með því að smella hér
 

Það sem m.a. var tekið fyrir á fundinum var eftirfarandi:

1.      Stefnt er á að halda alþjóðlegt námskeið fyrir unga (18-25 ára) sýnendur kynbótahrossa í vor. Námskeiðinu hefur verið fundinn staður á Skeiðvöllum hjá Sigurði og Lisbeth 1 – 3 apríl.

2.      Samþykkt var að stefnt skuli að úrvalssýningu kynbótahrossa á landsmótum. Í sýningunni komi fram efstu hross vorsýninga í hinum einstöku gangtegundum, óháð því hvort þau hafi náð landsmótslágmörkum hvað aðaleinkunn varðar.

3.      Samþykkt voru eftirfarandi einkunna lágmörk hvað varðar einstaklingssýningar á landsmóti 2011:

Stóðhestar 7v. og eldri           8,30

Stóðhestar 6v.                        8,25

Stóðhestar 5v.                        8,15

Stóðhestar 4v.                        8,00

 

Hryssur 7v. og eldri               8,20

Hryssur 6v.                             8,15

Hryssur 5v.                             8,05

Hryssur 4v.                             7,90    

 

4.      Að teknu tilliti til umræðna og samþykkta á haustfundum hestamanna var eftirfarandi tillaga að breytingum á þröskuldum við dóma á tölti og stökki samþykkt. Tillagan fer fyrir aðalfund FEIF í febrúar mánuði næstkomandi:

Tölt

Reglur í dag

Tillaga

7,5

Hámarkseinkunn ef ekki er sýnt hægt tölt

8,0

8,0

Hægt tölt sé að lágmarki 7,5

7,0

8,5

Hægt tölt sé að lágmarki 8,0

7,5

8,5

Hámarkseinkunn ef eingöngu er sýnt hægt tölt

8,0

9,0

Hægt tölt sé að lágmarki 8,5

8,0

9,5

Hægt tölt sé að lágmarki 8,5

óbreytt

10,0

Hægt tölt sé að lágmarki 9,0

óbreytt

Stökk

Reglur í dag

Tillaga

8,0

Hámarkseinkunn ef ekki er sýnt hægt stökk

óbreytt

8,0

Hámarkseinkunn ef eingöngu er sýnt hægt stökk

óbreytt

8,5

Hægt stökk sé að lágmarki 8,0

7,5

9,0

Hægt stökk sé að lágmarki 8,5

8,0

9,5

Hægt stökk sé að lágmarki 8,5

óbreytt

10,0

Hægt stökk sé að lágmarki 9,0

óbreytt

5.      Samþykkt voru eftirfarandi drög að sýningaráætlun kynbótadóma árið 2011:

28.4 – 29.4      Sauðárkrókur

2.5 – 6.5          Hafnarfjörður

9.5 – 13.5        Selfoss

16.5 – 20.5      Eyjafjörður

16.5 – 20.5      Víðidalur

23.5 – 27.5      Hafnarfjörður

23.5 – 27.5      Blönduós

30.5 – 3.6        Hella

6.6 – 10.6        Hella

30.5 – 3.6        Sauðárkrókur

30.5 – 31.5      Hornafjörður

1.6 – 3.6          Hérað

6.6 – 10.6        Eyjafjörður

6.6 – 10.6        Borgarfjörður

27.6 – 3.7        Landsmót

1.8 – 7.8          HM í Austurríki

15.8 – 19.8      Blönduós

15.8 – 19.8      Hella

22.8 – 26.9      Hella

15.8 – 19.8      Borgarfjörður

22.8– 26.8       Skagafjörður/Eyjafjörður

 

6.      LH og BÍ höfðu sent sameiginlegt bréf til FEIF til að skýra betur út og undirstrika þörf Íslendinga á því að halda landsmót 2011. Svarbréf hafði borist frá FEIF þar sem þeir lýsa skilningi á vandræðum Íslendinga en jafnframt að FEIF meti ekki landsmót 2011 sem FEIF viðburð.

Fagráð er einhuga um landsmót 2011 og hvetur forsvarsmenn til að hefjast handa við undirbúning og auglýsingu hið fyrsta. Þar er verk að vinna sem aldrei fyrr í ljósi þeirrar neikvæðni og deyfðar sem ríkt hefur í málinu.


Með ræktunarkveðjum,
Guðlaugur V. Antonsson,
Hrossaræktarráðunautur BÍ.