Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Fréttir af ársfundi IDF í Shanghai 2006

08.01.2007

Dr. T. Hemme yfirmaður IFCN (International Farm Comparison Network ) Dairy Network telur að það sé óumflýjanlegt að framleiðsla á mjólkurafurðum færist frá löndum, þar sem framleiðslukostnaður er hár til landa þar sem hann er lægri eftir því sem frelsi í viðskiptum með landbúnaðarvörur eykst.
Að hans mati ákvarðast verð, sem samlag getur greitt fyrir hrámjólk, þ.e. verð til mjólkurframleiðenda, aðallega af verði mjólkurafurða á heimsmarkaði og aðflutningsgjöldum í viðkomandi landi. Þetta áætlar hann að hafi verið um 30 Euro per 100 kg af hrámjólk árið 2004 í Evrópu. Áhrif heimsmarkaðsverðs á innanlandsverð stafar af því að þótt einungis 11% af  mjólkinni, sem framleidd er í heiminum sé flutt á milli landa þá fer um 25% af unnum mjólkurafurðum (smjör, ostar og duft) til útflutnings. Þessi prósenta er talsvert hærri, þegar tekið er tillit til flutninga á mjólkurvörum innan Evrópusambandsins.

IFCN Dairy Network hefur rannskað framleiðslukostnað við mjólkurframleiðslu í 30 löndum og nær rannsóknin jafnt til mjólkurframleiðenda með tvær kýr, sem er algengt á Indlandi og til býla með allt að 2000 kúm í Bandaríkjunum. Dr. Hemme sagði að samkvæmt kostnaðarútreikningum IFCN væri það ekki alltaf stærstu búin sem væru hagkvæmust og að hagkvæm bústærð í einu landi (eða landssvæði) þýddi ekki að það sama ætti við í öðrum löndum. Hagkvæm bústærð miðað við landssvæði ásamt sveigjanleika og aðlögunarhæfni að breyttum þjóðfélagslegum aðstæðum í viðkomandi landi, hafa afgerandi áhrif á rekstrarhagkvæmnina.

Langstærsti kostnaðarliðurinn við framleiðslu mjókurafurða er hrámjólkin og er hann allt að 70% af framleiðslukostnaði. Það má því vera öllum ljóst að samkeppnishæfni fyrirtækja í mjólkuriðnaði á heimsmarkaði er fyrst og fremst háð verði á þeirri hrámjólk, sem það kaupir.

Fyrirtæki í mjólkuriðnaði víðsvegar um heim notfæra sér tölvumódel IFCN. Þekking Dr. Hemmes á mjólkuriðnaði um víða veröld gæti vafalítið komið íslenskum stjórnendum í mjólkuriðnaði að góðum notum og hefur hann lýst áhuga sínum á því að heimsækja Ísland við undirritaðan.