Beint í efni

Fréttatilkynning –Viljayfirlýsing Fóðurblöndunnar og DeLaval

27.10.2009

Fóðurblandan h.f og DeLaval A/S hafa undirritað viljayfirlýsingu um að Fóðurblandan taki yfir sölu og þjónustu á vörum DeLaval á Íslandi. Stefnt er að því að gerður verði samningur á milli fyrirtækjanna strax í næsta mánuði.  Rekstraraðilar Vélavers ehf munu sinna verkefninu til 30. október en þá  mun Fóðurblandan taka yfir  þjónustu við DeLaval viðskiptavini.  Þjónustusími DeLaval verður 570-9804 (opinn 24 klst á sólarhring) og mun Fóðurblandan eftir fremsta megni reyna að tryggja að varahluta- og viðgerðaþjónusta á mjaltakerfum og mjaltaþjónum skerðist sem minnst á meðan breytingarferlið er í gangi.

 

DeLaval er þekkt vörumerki út um allan heim og er mjög framarlega í mjaltarkerfum,mjaltarþjónum og vörum því tengdu. DeLaval,áður Alfa Laval hefur þjónað íslenskum landbúnaði á sviði mjaltatækni í marga áratugi.

 

Nánari upplýsingar veitir Eyjólfur Sigurðsson framkvæmdastjóri í síma 570-9800.

 

Fréttatilkynning frá Fóðurblöndunni hf