Beint í efni

Ákvörðun Seðlabankans vegur enn frekar að starfsskilyrðum bænda

23.08.2023

Reiðarslag fyrir íslenskan landbúnað

Fréttatilkynning frá stjórn Bændasamtaka Íslands

Stýrivaxtahækkanir síðastliðna 24 mánuði hafa haft í för með sér aukinn árlegan kostnað fyrir landbúnaðinn upp á ríflega 5,5 milljarða króna. Kemur þetta ofan á gríðarlegar hækkanir á öllum helstu aðföngum í landbúnaðarframleiðslu auk verulegra launahækkana. Stærstur hluti landbúnaðarins er í þeirri stöðu að geta ekki velt hækkunum út í verðlag og hafa stýrivaxtahækkanir því bein áhrif á afkomu bænda. Þessar ákvarðanir peningastefnunefndar Seðlabankans um hækkanir vega að starfsskilyrðum í landbúnaði og kippa fótunum undan um 2.500 fjölskyldum sem skapar óvissu um hátt í 13.000 störf á Íslandi. Stjórnvöld bera ábyrgð á starfsskilyrðum í landbúnaði. Það er skýr krafa stjórnar Bændasamtakanna að stjórnvöld komi án tafar til móts við uppsafnaðan afkomuvanda bænda sem áætlað er að sé á bilinu 9-12 milljarðar króna.

Frekari upplýsingar veitir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.

Tilkynninguna má einnig nálgast hér