Beint í efni

Fréttatilkynning frá Verðlagsnefnd búvöru

10.07.2009

Verðlagsnefnd búvöru hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:

 

„Verðlagsnefnd búvara hefur tekið sameiginlega ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum, sem nefndin verðleggur, taki breytingum 1. ágúst n.k. Verð mjólkurvara mun taka mismiklum breytingum en hækkar að meðaltali um
3,47%. Heildsöluverð nýmjólkur mun hækka um rúmar 8 kr. á lítra eða 9%. Minni verðhækkun verður á léttmjólk eða um 4,6%. Heildsöluverð á rjóma mun lækka um 0,7%. Heildsöluverð á mjólkurdufti til iðnaðar hækkar um 13,5%.
Við þessa breytingu má gera ráð fyrir að einn lítri af nýmjólk hækki í smásölu um tíu krónur, en álagning smásala á mjólkurvörum er frjáls. Ástæður þessara verðhækkana eru einkum hækkanir á aðföngum og öðrum rekstrarkostnaði í mjólkuriðnaði. Verð til bænda hækkar ekki“.  

F.h.n.
Ólafur Friðriksson
form.