Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Fréttatilkynning frá þingflokki Samfylkingarinnar

25.09.2006

„Samfylkingin vill lækka matvælaverð á Íslandi og kynnir í dag (23.9.2006) tillögur sem myndu lækka matarreikning heimilanna um 200 þúsund krónur á ári. Matvælakostnaður heimilanna nemur að meðaltali 750.000 krónum á ári og myndu tillögur Samfylkingarinnar því lækka matarreikninginn um rúmlega fjórðung.
Samfylkingin hefur einn flokka barist fyrir lækkun matvælaverðs á undanförnum árum en ríkisstjórnarflokkarnir hafa staðið gegn slíkum tillögum á Alþingi, 

• Samfylkingin mun í upphafi þings leggja fram þingsályktunartillögu um lækkun matarverðs þar sem lagðar eru til eftirfarandi breytingar:
• Fella niður vörugjöld af matvælum.
• Fella niður innflutningstolla af matvælum í áföngum á þá leið að 1. júlí nk. verði helmingur þeirra afnuminn og ári síðar verði allir tollar endanlega fallnir niður.
• Virðisaukaskattur á matvæli verði lækkaður um helming.
• Breytt fyrirkomulag á stuðningi við bændur þannig að teknar verði upp tímabundnar beinar greiðslur og umhverfisstyrkir. Þetta nýja fyrirkomulag verði útfært í samvinnu við bændur.
• Samfylkingin mun á komandi þingi leggja fram frumvarp þar sem afnuminn er réttur landbúnaðarráðuneytis til að hafna breytingum á tollskrám, sem varða breytingar á innflutningsvernd búvara.
• Samfylkingin leggur áherslu á að landbúnaðarframleiðsla falli undir samkeppnislög.
• Samfylkingin vill að við fjárlagagerð verði tryggt að allur stuðningur við landbúnað sé opinn og gagnsær.

Matarverð á Íslandi er með því hæsta í heiminum og er um 50% hærra en hjá nágrannaþjóðunum. Hátt verð á matvælum á Íslandi er hins vegar heimatilbúinn vandi sem vel er hægt að bregðast við. Tillögur Samfylkingarinnar um fjórðungs lækkun á matvælakostnaði heimilanna munu því leiða til mikilla lífskjarabóta fyrir almenning í landinu. “