Beint í efni

Fréttatilkynning frá Fóðurblöndunni – Nýjar fóðurtegundir fyrir kýr – Hækkun á dreifingarkostnaði

20.03.2007

Í vinnslu er framleiðsla á 2 nýjum tegundum af kúafóðri sem verða uppbyggðar á sama hátt og framleiddar eru í Danmörku og eru sambærilegar hvað gæði og innihald varðar. Þessar blöndur verða ekki með fiskimjöli og því líklegt að þær henti ekki öllum kúm en verðið verður mun lægra en á hefðbundnum blöndum sem innihalda fiskimjöl. Þessar blöndur munu bera heitið DK – og síðan kemur tala sem segir hvert % af próteini blandan mun innihalda. Ráðgert er að hefja sölu og dreifingu á þessum blöndum í apríl þegar búið að fá þessar blöndur skráðar hjá Landbúnaðarstofnun.

 

 

Þessar blöndur verða eftirfarandi:

DK–16.  Þetta verður blanda með 16% próteini en AAT 116 g/kg þe. sem er mun lægra en í hefðbundnu K-16 með fiskimjöli. Þetta fóður hentar vel á síðmjólkurskeiði með beit og meðalgóðum heyjum.

Verðlistaverðið verður mv í lausu 1 – 3 tonn á kr. 32.500 pr. tonn en hefðbundin K–16 blanda kostar samsvarandi kr. 43.100 pr. tonn.

 

DK–20. Þetta verður blanda með 20% próteini en AAT 125 g/kg þe. Sem er mun lægra en í hefðbundnu K – 20 með fiskimjöli. Þetta fóður hentar vel með heyji í blautverkuðum rúllum og prótein-snauðum heyjum.

Verðlistaverðið verður mv í lausu 1 – 3 tonn á kr. 35.000 pr. tonn en hefðbundin K – 20 blanda kostar samsvarandi kr. 46.050 pr. tonn.

 

Við hvetjum okkar viðskiptavini til þess að fá ráðgjöf áður en fóðurgjöf verður breytt til þess að tryggja að fóðrið sem notað verður henti þeim kröfum sem gerðar eru.

Vekjum athygli á nauteldiskögglum en þeir innihalda ekki fiskimjöl og eru með prótein innihald um 11% en verðlistaverðið á þeim mv í lausu 1 – 3 tonn er kr. 29.900 pr. tonn.

 

Hækkun.

Þann 23. mars mun akstur hækka um 4% vegna mikilla hækkanna á eldsneyti og rekstrarkostnaði. 

 

Nánari upplýsingar veitir Eyjólfur Sigurðsson framkvæmdarstjóri í síma 570-9800.