Fréttatilkynning frá Fóðurblöndunni
22.08.2007
„Fóðurblandan selur sambærilegt fóður og selt er í Færeyjum á sambærilegum verðum.
Í frétt frá LK í gær kom fram gagnrýni á verðlag á íslensku fóðri og notuð gífuryrði og allt að 50% verðmunur. Morgunblaðið notaði sama innihald til þess að skrifa grein með sömu gífuryrði í fyrirsögn.
Þetta er ekki rétt því að Fóðurblandan selur sambærilegt fóður og er til sölu í Færeyjum á sambærilegum verðum. Sem dæmi er til sölu nauteldiskögglar á 27.2 kr/kg, DK – 16 á 29.5 kr/kg og DK – 20 á 31,8 kr/kg.
Nánari upplýsingar veitir Eyjólfur Sigurðsson í síma 570-9803″