Beint í efni

Fréttatilkynning – DeLaval mjaltakerfi

02.11.2009

Fóðurblandan hf. hefur nú tryggt sér nauðsynlegar öryggisbirgðir varahluta fyrir DeLaval mjaltavélar og mjaltaþjóna.  Einnig er á leiðinni til landsins skipasending af almennum rekstrarvörum, og varahlutum.  Er þess vænst að vörur úr þeirri sendingu verði komnar til afgreiðslu í lok næstu viku.  Þá hefur verið samið við þrotabú Vélavers hf. um yfirtöku á þjónustubifreiðum, og þeim búnaði og sérverkfærum sem tilheyra DeLaval þjónustu.

Einnig hefur verið samið við þrjá fyrrverandi starfsmenn Vélavers hf. um áframhaldandi störf á vegum Fóðurblöndunnar.  Um er að ræða Jón Steinar Jónsson, vörustjóra DeLaval, og þá Magnús Skúlason og Stefán Björgvinsson, þjónustuaðila í annars vegar Borgarnesi og á Akureyri.  Hafa þessir starfsmenn margra ára reynslu af sölu og þjónustu við DeLaval mjaltakerfi. 

Eins og áður hefur verið tilkynnt er þjónustu- og vaktsími DeLaval þjónustunnar 5709804.

Allar nánari upplýsingar eru góðfúslega veittar á skrifstofu Fóðurblöndunnar hf. sem opin er alla virka daga frá 8-16.  Sími 5709800

 

Sjá nánar inn á heimasíðunni www.fodur.is

 

Fréttatilkynning frá Fóðurblöndunni hf