Beint í efni

Fréttatilkynning: Betra land með GrowHow

08.03.2005

Betra land ehf. sem er nýstofnað sölu- og þjónustufyrirtæki fyrir landbúnað hér á landi hefur undirritað samstarfssamning um sölu á allri framleiðsluvöru finnska áburðarframleiðandans
Kemira GrowHow. Ásamt því að selja áburð frá Kemira GrowHow mun

 

Betra land leggja mikinn metnað í góða þjónustu og gott úrval á annari hágæða búrekstarvöru. Stofnendur og eigendur Betra lands ehf eru hjónin Sigurður Jónsson og Sigríður Eiríksdóttir. Betra land er sé nýtt fyrirtæki sem býr yfir mikili reynslu í sölu og þjónustu í landbúnaði hér á landi þar sem Sigurður, er með áratuga reynslu í sölu og þjónustu fyrir landbúnað m.a. við  áburðarsölu.

 

Við upphaf samningsins mun Kemira GrowHow líta á íslenska áburðarmarkaðinn sem nýtt markaðssvæði þrátt fyrir að framleiðsluvara fyrirtækisins hafi verið á boðstólnum á Íslandi um nokkurra ára skeið. Úrval áburðartegunda Kemira GrowHow er fjölbreytt og í framtíðinni mun Betra land hafa á boðstólnum áburð sem hentar til allra tegunda ræktunar í landbúnaði hér á landi. Auk áburðar fyrir landbúnað mun vera í boði sérhannaður áburður fyrir landgræðslu, golfvelli, íþróttarvelli, opin svæði og frístundarækt.

Í tilefni samningsins kom til landsins svæðisstjóri Kemira GrowHow sem heitir Ulf Ingberg og  er sérfræðingur á sviði ylræktar. Ulf Ingberg kom til að kynna sér starfsemi ylræktar hér á landi og heimsótti hann m.a. garðyrkjubændur, Garðyrkjuskólann og Magnús Ágústsson, ylræktarráðunaut. Ulf var mjög hrifinn í heimsóknum sínum og hrósaði hann því starfi sem unnið er í íslenskri ylrækt. Von er á fleiri heimsóknum sérfræðinga frá Kemira GrowHow hingað til landsins að kynna sér starfsemi annara ræktunar hér á landi og er ætlunin að heimsóknir sem þessar verði tíðar til að viðhalda þekkingu og kynnast betur starfsemi íslenskara bænda, ráðunauta og annara sérfræðinga á sviði ræktunar hér á landi. 

 

Auk viðamikillar áburðarframleiðslu Kemira GrowHow, sem er hluti af finnsku samsteypunni Kemira, starfar samsteypan einkum á sviði efnaiðnaðar, eins og framleiðslu á efnum til pappírsvinnslu, vatnshreinsunar og líftækniiðnaðar. Kemira GrowHow selur áburð í yfir 100 löndum víðsvegar um heim og starfrækir nú 12 áburðarverksmiðjur í 8 löndum. Í dag starfa 3.200 manns hjá fyrirtækinu og áburðurinn fyrir Betra land mun koma frá verksmiðjum í Finnlandi.

 

Nánari uppl.veitir Sigurður Jónsson í síma 893 4339.

Betra land ehf
Dugguvogi 2
104 Reykjavík
Sími: 581 3500
www.betraland.is