Beint í efni

Frétt DR um hækkandi mjólkurverð

05.07.2007

Vegna hækkana á mjólkurvörum víða um heim síðustu mánuði, rata fréttir af því í ýmsa fjölmiðla. Í fréttatíma danska sjónvarpsins í gærkvöldi, DR1, var fjallað um málið og rætt m.a. við tvo bændur sem staddir voru á Búfjársýningunni í Herning. Þeir voru orðnir spenntir að sjá hvað Arla, sem tekur við mestallri mjólk sem framleidd er í Danmörku og Svíþjóð gerir í verðlagsmálum. Verð til bænda hafi hækkað í mörgum nágrannalöndum en ekki hjá þeim. Raunar hafi verð ekki hækkað að neinu viti síðan 1990 og undanfarinn áratug hafi mjólkurverð til danskra bænda lækkað nánast samfellt.

Frétt DR má sjá með því að smella hér.