Frestur til að skila atkvæðum að renna út!
28.05.2009
Minnt er á að atkvæði vegna breytinga á mjólkursamningum þurfa að hafa borist skrifstofu BÍ á morgun, 29. maí. Talið verður þriðjudaginn 2. júní. Skorað er á þá sem ekki hafa komið atkvæði sínu í póst að gera það svo fljótt sem verða má.