Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Frestur til að sækja um orlofshús BÍ framlengdur til 1. apríl

18.03.2013

Félagsmenn Bændasamtkanna eru hvattir til að nýta sér útleigu á sumarhúsum samtakanna í sumar annaðhvort á Hólum í Hjaltadal eða í Vaðnesi í Grímsnesi. Frestur til að sækja um orlofshúsin hefur nú verið framlengdur til 1. apríl.

Um er að ræða vel útbúin húsnæði þar sem öll nútímaþægindi eru til staðar og gerður hefur verið góður rómur að. Margt fróðlegt og skemmtilegt er hægt að gera í námunda við orlofshúsin og ber þar að nefna við dvölina á Hólum, að kíkja við í glæsilegri sundlaug á Hofsósi og skoða þar Vesturfararsetrið í leiðinni. Einnig er hægt að renna inn á Siglufjörð og skoða Síldarminjasafnið og jafnvel prófa nýleg Héðinsfjarðargöng í leiðinni. Að auki er mjög skemmtilegt að fara hringferð inn á Skaga á ísbjarnarslóðir. Í Grímsnesinu eru einnig vinsælar sundlaugar í nágrenninu, stutt er í dýragarðinn Slakka í Laugarási og gaman er að fara í skógarferð við Þrastarlund á bökkum Sogsins. Síðan má ekki gleyma þeim fjölmörgu bændum sem eru í nágrenni Hjaltadalsins og Grímsness sem bjóða í heimsókn í gegnum Opinn landbúnað og er tilvalið fyrir gesti orlofshúsanna að bregða sér í heimsókn til starfsbræðra sinna.

Hægt er að panta dvöl í sumarhúsunum, sem er vika í senn, hjá Halldóru Ólafsdóttur í gegnum netfangið ho@bondi.is eða í síma 563-0300