Beint í efni

Frekar osta en kaffi og síma

10.06.2013

Samkvæmt nýlegri könnun í Bandaríkjunum þá borða 96% íbúa landsins osta. Það var stórfyrirtækið Kraft Foods sem lét gera könnun fyrir sig og spurði einnig um það að ef skortur kæmi upp, hverju mætti þá sleppa af hefðbundnu fæði. 57% svarenda voru tilbúnir að ganga þónokkuð langt ef til þess kæmi og má t.d. nefna að 39% nefndu að þeir myndu fórna kaffinu í heilt ár ef það myndi tryggja aðgengi að ostum.

 

Þá var 36% aðspurðra tilbúnir að hafa ekki aðgengi að síma í eina viku ef það myndi tryggja aðgengi að ostum. Þessar hugmyndaríku spurningar komu til, til þess að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi holls matarræðis og þess að taka lífinu með ró/SS.