Beint í efni

Franskur búnaðarljósmyndari myndar íslenskar kýr

22.09.2009

Í fyrravor hafði franskur ljósmyndari, Bruno Compagnon, samband við LK og spurðist fyrir um hvort mögulegt væri að heimsækja kúabú hér á landi, til að mynda búpeninginn. Það reyndist auðsótt mál og dvaldi Bruno þessi á Íslandi í 10 daga í júnímánuði við iðju sína. Hefur hann að aðalstarfi að ljósmynda kýr, fyrir búnaðarblað í heimalandi sínu. 

Á dögunum sendi Bruno LK sýnishorn af afrakstrinum og má sjá hann með því að smella hér.